Framkvæmdaráð

150. fundur 15. júní 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
150. fundur
15. júní 2007   kl. 09:05 - 10:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jónas Valdimarsson
Tómas Björn Hauksson fundarritari
1.          Svifryk við Leikskólana Pálmholt og Flúðir
2007060019
Erindi dags. 18. maí 2007 frá Aðalheiði Skúladóttur f.h. Foreldrafélags Pálmholts og Ólafi Sveinssyni f.h. Foreldrafélags Flúða þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að láta mæla svifryksmengun sem og aðra mengun við leikskólana hið fyrsta.
Unnið er að því að kaupa færanlegan svifryksmæli fyrir Akureyrarbæ og verður hann nýttur til mælinga á þessu svæði þegar hann er kominn í gagnið.


2.          Fráveita - bygging hreinsistöðvar
2006100064
Kynning á hreinsistöð, Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnti rýmisþörf hreinsistöðvarinnar.
Framkvæmdaráð þakkar Helga Má Pálssyni ágæta kynningu.


3.          Miðhúsabraut - umhverfismat
2006080001
Úrskurður frá Umhverfisstofnun vegna Miðhúsabrautar um að brautin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að undirbúningi og framkvæmdum vegna Miðhúsabrautar verði nú hraðað eins og kostur er.


4.          Mælingar á loftgæðum
2004110071
Gerð grein fyrir stöðu málsins.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að vinna áfram að málinu.


5.          Framkvæmdamiðstöð - tækjakaup 2007
2007060057
Ósk um fjárveitingu vegna tækjakaupa.
Framkvæmdaráð samþykkir að heimila kaup á valtara fyrir Framkvæmdamiðstöð. Kaupverðið er 7,5 milljónir króna og óskar framkvæmdaráð eftir að upphæðinni verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.


6.          Golfklúbbur Akureyrar - uppbyggingarsamningur
2007030220
Skipun í starfshóp.
Framkvæmdaráð skipar Helga Má Pálsson deildarstjóra framkvæmdadeildar í starfshópinn fyrir hönd ráðsins.


7.          Fyrispurn um garðslátt
2006120048

Framkvæmdaráð ræddi um framkvæmd garðsláttar.Fundi slitið.