Framkvæmdaráð

149. fundur 25. maí 2007

Framkvæmdaráð - Fundargerð
149. fundur
25. maí 2007   kl. 09:35 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


 

Nefndarmenn Starfsmenn   Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
  Jónas Valdimarsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari

 
1.          Þingvallastræti - endurhönnun götu
2007050125
Halldór Jóhannsson frá Teikn á lofti og Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands kynntu tillögur að breytingum á Þingvallastræti.
Framkvæmdaráð þakkar Halldóri og Kristni greinargóða kynningu.


2.          Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu
2007050070
6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 16. maí 2007 sem bæjarráð vísaði til framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna og leggja fram viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.  


3.          Miðhúsabraut - Naustavegur - umferðarmál
2006050108
Tekinn fyrir 1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí 2007 sem bæjarráðs 16. maí sl. vísaði til framkvæmdaráðs:
Sigurður Sigurðsson, Naustafjöru 4, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddi  um legu Miðhúsabrautar  til móts við Naustafjöru með  tilliti til aukinnar umferðar, þungaflutninga og umferðaröryggis.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að ræða við eigendur Naustafjöru 4 um mögulegar aðgerðir og leggja fyrir ráðið á ný.


4.          Klettaborg - leiksvæði
2007050079
Tekinn fyrir 2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí 2007, sem bæjarráð 16. maí sl. vísaði til framkvæmdaráðs:
Friðbjörn Benediktsson og Telma Dögg Baldursdóttur mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og lögðu fram erindi vegna skorts á leiksvæði við Klettaborg.  
Framkvæmdaráð óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvar mögulegt sé að koma fyrir leiksvæði við Klettaborg.


5.          Langahlíð 21 - göngustígur meðfram Glerá
2006050120
Erindi dags. 17. maí 2006 frá Sigrúnu Huldu Steingrímsdóttur og Ingvari Engilbertssyni eigenda Lönguhlíðar 21 þar sem lögð er fram formleg kvörtun og krafa um úrbætur vegna lagningar göngustígs meðfram Glerá. Þess er krafist að Akureyarbær setji girðingu eða mön milli göngustígs og lóðarinnar við Lönguhlíð 21 og kosti runna þeirra megin við girðinguna. Einnig er farið fram á að Akureyrarbær kosti skjólvegg á veröndina við húsið. Óska eigendur einnig eftir því að þeim verði gert kleift að nýta hvamminn til kartöfluræktar eins og áður.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.


6.          Umhverfisátak - fyrirtæki
2007010139
Verkefnastjóri umhverfismála kynnti stöðu verkefnisins í dag og hvernig til hefur tekist frá því það fór af stað.
Lagt fram til kynningar.
Framkvæmdaráð fagnar ágætum árangri af átakinu og góðum viðbrögðum fyrirtækja við því.


7.          Kaupvangsstræti 6 - umsókn um breytingar á gangstétt
2007050126
Erindi ódags. frá Fasteignafélaginu Klöppum ehf. þar sem óskað er eftir því við framkvæmdaráð að það komi að framkvæmdum við lagfæringu og breytingu á gangstétt við Kaupvangsstræti 6 í samráði við húseiganda.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.Fundi slitið.