Framkvæmdaráð

148. fundur 04. maí 2007

Framkvæmdaráð - Fundargerð
148. fundur
4. maí 2007   kl. 08:50 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


 

Nefndarmenn Starfsmenn   Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
  Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari

 
1.          Strætisvagnar - leiðakerfi
2007010150
Stefán Baldursson fór yfir stöðu SVA eftir að gjaldfrjálst varð í Strætisvagna Akureyrar og kynnti hugmynd að leiðakerfi.
Framkvæmdaráð þakkar Stefáni Baldurssyni yfirferðina. Ráðið felur deildarstjóra framkvæmdadeildar í samráði við forstöðumann SVA að kostnaðarmeta og forgangsraða þeim aðgerðum sem talið að grípa þurfi til vegna aukins fjölda farþega og stækkunar þjónustusvæðis.


2.          30 km hverfi - 2006
2006100023
Hörður Bjarnason frá VGK Hönnun kynnti áætlun um gerð 30 km hverfa á Akureyri.
Framkvæmdaráð þakkar Herði Bjarnasyni kynninguna.


3.          Hrísey - aðgengi að fjörunni við Sæborg
2007030196
Erindi dags. 13. mars 2007 frá Kristni Frímanni Árnasyni f.h. hverfisráðs Hríseyjar varðandi bréf dags. 21. janúar 2007 til samráðsnefndar Hríseyjar frá Birgi Snorrasyni þar sem bent er á að tímabært sé að koma upp niðurgöngu í fjöruna við Sæborg. Jafnframt leggur hverfisráð til að gerður verði göngustígur meðfram grjótgarðinum.
Verkinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.


4.          Hundasvæðið í Kjarnaskógi
2007040079
Regína Fossdal hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa og spurðist fyrir um framkvæmdir við hundasvæðið í Kjarnaskógi og lýsti áhyggjum sínum af því hvort ákvörðun hefði verið tekin um að hætta við framkvæmdina.
Ekki er gert ráð fyrir að ráðist verði í þetta verk á árinu 2007 en stefnt er að því 2008.


Jóhannes Gunnar Bjarnason vék af fundi kl. 10:05.


5.          Hrísey - flokkun á úrgangi
2006050135
Erindi dags. 13. mars 2007 þar sem hverfisráð Hríseyjar óskar eftir að settar verði upp fjórar sorpstöðvar í Hrísey og gerir fyrirspurn um ruslapoka og lækkun sorpgjalds. Erindi frá leikskólanum Smábæ og Grunnskóla Hríseyjar um sama efni frá 27. apríl sl. var vísað til umræðu í hverfisráðinu og eru þetta niðurstöður nefndarinnar.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að kaupa tvö flokkunarílát til uppsetningar í Hrísey. Kostnaður færist á liðinn framkvæmdir umhverfismála. Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að svara erindinu að öðru leyti.


6.          Nytjamarkaður
2007050002
Erindi frá Guðrúnu Kr. Blöndal þar sem óskað er eftir aðstoð Akureyrarbæjar vegna húsgagnamarkaðar sem fyrirhugað er að halda á Akureyrarvöku. Óskað er eftir húsnæði til geymslu fram að markaði, flutningi húsgagna í og úr geymslu, leigu á tjöldum á meðan á markaðnum stendur og auglýsingum í fjölmiðlum.
Framkvæmdaráð lýsir ánægju sinni með framtakið og felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að ræða við bréfritara um annarskonar stuðning við verkefnið.


7.          Rótaryklúbbur Akureyrar - áningarsvæði við Eyjafjarðarbraut vestri
2007040080
Hermann Sigtryggsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa f.h. Rótaryklúbbs Akureyrar og lagði fram upplýsingar og tillögur um framkvæmdir við Botnsreit í Eyjafirði sem er í eigu Akureyrarbæjar.
Rótaryklúbburinn óskar eftir að bærinn komi að því að útbúa áningarsvæði við Eyjafjarðarbraut vestri í landi Botns.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.Fundi slitið.