Framkvæmdaráð

147. fundur 20. apríl 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
147. fundur
20. apríl 2007   kl. 08:15 - 09:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Rökstuðningur við ógildingu tilboðs í grasslátt
2006120048
Rætt um þá ósk ISS Ísland ehf. að framkvæmdaráð endurskoði ógildingu tilboðs þeirra.
Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum telur framkvæmdaráð ekki ástæðu til að endurskoða ógildinguna.


2.          Faxaborg 10 - umsókn um afnot af hólfi
2007040031
Erindi dags. 23. mars 2007 frá Jónasi Óla Egilssyni varðandi beitarhólf í Breiðholti. Einnig er óskað eftir upplýsingum um skipulag og hugsanlegar framkvæmdir í Lækjargili ofan við Lækjargötu 22.
Framkvæmdaráð samþykkir að skipta hólfinu í tvo hluta og að Jónasi Óla verði úthlutað syðri hlutanum en norðurparturinn verði auglýstur til leigu.


3.          Sumarvinna fyrir fatlaða - ósk um ráðningu starfsmanns
2007040060
Erindi dags. 12. mars 2007 frá Huldu Steingrímsdóttur náms- og starfsráðgjafa  og Karólínu Gunnarsdóttur verkefnastjóra á fjölskyldudeild Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir að á Framkvæmdamiðstöð verði ráðinn sérstakur starfsmaður í sumar til að halda utan um sumarvinnu fyrir fatlaða, s.s. að finna verkefni og veita stuðning og eftirfylgd.
Framkvæmdaráð vísar málinu til framkvæmdadeildar til frekari vinnslu.


4.          Skipurit Framkvæmdamiðstöðvar - tillaga
2007040059
Deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnti tillögu að skipuriti þeirrar starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar sem fellur undir framkvæmdadeild.
Lagt fram til kynningar.


5.          Hafnarstræti 107 - bílastæði fyrir fatlaða
2007040061
Erindi dags. 17. apríl 2007 frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra þar sem óskað er eftir
2 merktum bifreiðastæðum við Hafnarstræti 107.
Framkvæmdaráð samþykkir að merkt verði eitt bílastæði fyrir fatlaða framan Hafnarstrætis 107.


6.          Geymslulóðir
2005020037
Tillaga lögð fram til kynningar.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að vinna áfram að málinu.


7.          Vinnuskóli - starfstengt nám
2007030135
Starfstengt nám.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.