Framkvæmdaráð

146. fundur 30. mars 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
146. fundur
30. mars 2007   kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Sláttur - þjónustusamningur 2007-2009
2006120048
Rætt um þau tilboð sem bárust Akureyrarbæ í grasslátt.
Lægsta tilboð í Hlíða-, Holta- og Nesjahverfi átti Garðlist ehf. og lægsta tilboð í Naustahverfi, Innbæ, Oddeyri og neðri Brekku átti Regína Sveinbjörnsdóttir.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægsbjóðendur með fyrirvara um að þeir uppfylli skilyrði útboðsins.


2.          Mælingar á loftgæðum
2004110071
Tekið fyrir erindi frá Hreinsitækni þar sem þeir bjóða Akureyrarbæ upp á gatnahreinsun.
Framkvæmdaráð lýsir áhuga á mögulegu samstarfi við fyrirtækið með það að markmiði að bæta hreinsun bæjarins og draga úr svifryksmengun.3.          Hljóðstig á Akureyri - skoðun
2006070038
Tekin fyrir drög að hljóðvistarreglum fyrir Akureyri.
Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar.


4.          Steinefni fyrir malbik
2007020129
Útboð á steinefnum fyrir malbik. Áður á dagskrá framkvæmdaráðs þann 2. mars sl.
Framkvæmdaráð samþykkir að framlengja samning við Arnarfell um ár að uppfylltu því skilyrði að fyrirtækið sæki um og fái starfsleyfi vegna grjótnámsins.


5.          Aðkoma verktaka til jarðvegslosunar á golfvelli
2007030220
Rætt um þær framkvæmdir sem Akureyrarbær þarf að fara í svo mögulegt sé að losa jarðveg á suðvesturhluta golfvallar. Ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þessar framkvæmdir í uppbyggingarsamningi milli Akureyrarbæjar og GA.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirhugaða akstursleið inn á golfvallarsvæðið að sunnanverðu. Kostnaði við verkið er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2007.


6.          Geymslulóðir
2005020037
Rætt um geymslulóðir í bæjarlandinu sem ætlaðar eru verktökum.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að kanna þörf verktaka fyrir geymslusvæði til útleigu og jafnframt verði skoðað hvar slíkt svæði gæti verið og lagður fram kostnaður við uppbyggingu og rekstur.


7.          Hrísey - kerfill og aðrar óæskilegar plöntur í bæjarlandinu
2006080025
Umhverfisnefnd óskar eftir því við framkvæmdaráð að það kosti að hluta gerð gróðurkorts af Hrísey sem talið er nauðsynlegt í þeirri vinnu sem hafin er til að hefta útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka þátt í kostnaði við gerð gróðurkorts af Hrísey.Fundi slitið.