Framkvæmdaráð

145. fundur 16. mars 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
145. fundur
16. mars 2007   kl. 09:50 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Mælingar á loftgæðum
2004110071
Tekin fyrir bókun Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 13. mars sl. þar sem nefndin  hvetur Akureyrarbæ til að efla nú þegar aðgerðir gegn svifryki og minnir einnig á mikilvægi þess að bærinn komi sér upp rauntímamælingu á svifryki og annarri loftmengun og gera niðurstöður mælinga aðgengilegar almenningi.
Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir niðurstöður mælinga á svifryki fyrstu 2 mánuði ársins.
Framkvæmdaráð þakkar Alfreð Schiöth greinargóða kynningu á niðurstöðum mælinga svifryks á Akureyri.
Ráðið tekur undir mikilvægi þess að Akureyrarbær eignist færanlegan svifryksmæli. Nú standa yfir viðræður við umhverfisráðuneytið um þátttöku ríkisins í kaupum á mæli og má búast við niðurstöðu þeirra viðræðna og ákvörðun um kaup á mæli innan tíðar.


Elín Margrét Hallgrímsdóttir vék af fundi kl. 10:05.


2.          Vinnuskóli - atvinnutengt nám
2007030135
Linda Óladóttir forstöðumaður kynnti hugmyndir að starfstengdu námi sem mögulega væri hægt að bjóða upp á í tengslum við vinnuskólann sem úrræði fyrir unglinga.
Lagt fram til kynningar.


3.          Botn - beiðni um kaup á jörð
2007030031
Erindi dags. 1. mars 2007 frá Arnari Árnasyni og Ástu A. Pétursdóttur eigendum Hranastaða varðandi jörðina Botn í Eyjafjarðarsveit. Vegna aukinna umsvifa í búrekstri á Hranastöðum lýsa eigendur yfir vilja til að festa kaup á hluta jarðarinnar Botns og óska eftir því við Akureyrarbæ að teknar verði upp viðræður um málið.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu en felur deildarstjóra að ræða við bréfritara um hugsanlega leigu þeirra á jörðinni.
4.          Gæsluvöllur við Eiðsvöll
2007030118
Aldís Einarsdóttir, kt. 071075-4279, Hrafnhildur Brynjarsdóttir, kt. 110981-4309, Anna Rósantsdóttir, kt. 100351-4989, Ásta Garðarsdóttir, kt. 041274-4929 og Laufey Harrysdóttir, kt. 280277-3559, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.  Þær leggja áherslu á að gæsluvellinum við Eiðsvöll verði haldið við, megináhersla lögð á að halda húsinu á vellinum og leiktæki endurnýjuð.  Þær segjast koma með 30-35 börn daglega á völlinn.  Allar starfa þær sem dagforeldrar.
Framkvæmdaráð samþykkir að áfram verði leiktæki á þessu svæði og að því verði sinnt með sama hætti og öðrum leiksvæðum bæjarins. Ákvörðun um framtíð húsins á vellinum er frestað.
Framkvæmdaráð óskar eftir áliti skólanefndar á erindinu.


5.          Fundargerðir - viðtalstímar bæjarfulltrúa 2007
2007030154
Erindi sem vísað hefur verið til framkvæmdaráðs úr viðtalstímum bæjarfulltrúa:
a) 3. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 30. janúar 2007.
b) 5. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 27. febrúar 2007.
c) 2. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 13. mars 2007.
d) 6. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 13. mars 2007.
Lagt fram til kynningar.


6.          Naustahverfi 5. áfangi - Gatnagerð og lagnir
2006120050
Þann 15. mars 2007 voru opnuð tilboð í verkið Naustahverfi 5. áfangi - gatnagerð og lagnir.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er G.V. Gröfur ehf.um verkið Naustahverfi 5. áfangi  - gatnagerð og lagnir.Fundi slitið.