Framkvæmdaráð

144. fundur 02. mars 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
144. fundur
2. mars 2007   kl. 09:00 - 10:50
Fundarsalur Slökkviliðs Akureyrar


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.          Slökkvistöð - kynning
2007020135
Slökkviliðsstjóri kynnti starfsemi Slökkviliðs Akureyrar.

Framkvæmdaráð þakkar slökkviliðsstjóra góða kynningu á starfsemi slökkviliðsins.


2.          Framkvæmdamiðstöð - vinnuhópur
2006110120
Framkvæmdaráð skipaði vinnuhóp til að gera tillögur um hlutverk og framtíðarskipan Framkvæmdamiðstöðvar á fundi sínum 1. desember sl. Tillögur hópsins lúta annars vegar að starfsemi og hins vegar að stjórnun Framkvæmdamiðstöðvarinnar. Hvað starfsemi varðar gera tillögurnar ráð fyrir að Framkvæmdamiðstöðin sinni áfram svipuðu hlutverki og til þessa með örfáum undantekningum.
Hópurinn leggur áherslu á að að nýta sem mest þau tækifæri sem skapast við starfslok starfsmanna til þess að hrinda þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru í framkvæmd. Jafnframt leggur hópurinn til að við gerð fjárhagsáætlunar næstu þrjú ár verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar á tækjakosti Framkvæmdamiðstöðvarinnar.
Meirihluti starfshópsins leggur jafnframt til að verkefnisstjóri umhverfismála verði yfirmaður þeirrar starfsemi sem snýr að umhverfismálum og verkefnisstjóri gatna og gangstétta með sama hætti yfir þeirri starfsemi er snýr að götum, holræsum, malbikun o.fl. Jafnframt gerir tillaga meirihlutans ráð fyrir að starfstöðvar verkefnisstjóra og verkskráningar verði fluttar að Rangárvöllum.


Framkvæmdaráð samþykkir að unnið skuli í samræmi við þessar tillögur starfshópsins. Vinnuaðstaða verkefnisstjóra og verkbókhalds verður þó fyrst um sinn áfram í Ráðhúsinu en mat lagt á það fyrirkomulag þegar reynsla er komin á það og því þá breytt ef ástæða þykir til.
       
Jón Erlendsson óskar bókað:  Með tilvísun í sérálit mitt í skýrslu vinnuhópsins tel ég réttara að sérstakur forstöðumaður Framkvæmdamiðstöðvar verði ráðinn.

3.          Kattahald
2007020116
Tekið fyrir erindi Elínar Stefánsdóttur varðandi kattahald á Akureyri, sbr. 1. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 26. febrúar sl.

Framkvæmdaráð felur verkefnisstjóra umhverfismála að leggja fram tillögur um breytingar á samþykktum um kattahald á grundvelli umræðna á fundinum.


4.          Steinefni fyrir malbik
2007020129
Ákvörðun um útboð á steinefnum eða framlengingu samnings frá 2006.

Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu.


5.          Framkvæmdaráð - starfsáætlun 2007
2007010250
Deildarstjóri fór yfir tillögu að starfsáætlun 2007-2010.

Framkvæmdaráð samþykkir starfsáætlunina og vísar henni til bæjarráðs.Fundi slitið.