Framkvæmdaráð

141. fundur 02. febrúar 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
141. fundur
2. febrúar 2007   kl. 08:15 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Hjalti Jón Sveinsson
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Jón Erlendsson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
1.  Borgarbraut - deiliskipulagstillaga um breytingar á vegstæði og vegtengingum
2005110008
Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála.
Framkvæmdaráð þakkar skipulags og byggingafulltrúa fyrir greinargóða kynningu á málinu.


2.  Hörgárbraut - beiðni um undirgöng eða göngubrú
2007010231
Erindi dags. 10. janúar 2007 frá Jóni Heiðari Daðasyni f.h. hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis þar sem óskað er eftir því að bæjaryfirvöld gangist fyrir því að gerð verði örugg leið fyrir gangandi vegfarendur yfir Hörgárbraut með undirgöngum eða göngubrú.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að ræða við Vegagerðina um málið og fara yfir mögulegar leiðir til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda á þessum stað og leggja fyrir ráðið.


Elín Hallgrímsdóttir vék af fundi kl. 09:25.

3.  Flóðin - 2006
2007010125
Gerð grein fyrir leysingaflóði í desember 2006.
Framkvæmdaráð þakkar deildarstjóra fyrir framlagða skýrslu sem sýnir hvaða afleiðingar leysingaflóð í desember hafði og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að draga úr hættu á að slíkt gerist aftur.


4.  Framkvæmdaráð - starfsáætlun 2007
2007010250
Kynnt drög að starfsáætlun framkvæmdaráðs 2006-2010.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra að vinna áfram að starfsáætlun í samræmi við umræður á fundinum.


Fundi slitið.