Framkvæmdaráð

140. fundur 19. janúar 2007
Framkvæmdaráð - Fundargerð
140. fundur
19. janúar 2007   kl. 09:25 - 11:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Gerður Jónsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari




Auk ofanritaðra sat fundinn Stefán Baldusson forstöðumaður SVA undir 1. til 4. lið fundargerðar.

1.  Ferliþjónusta - samkomulag milli SVA og búsetudeildar
2005110069
Rætt um vinnu við gerð samkomulags milli SVA og búsetudeildar um skráningu og skipulag á akstri fyrir ferliþjónustu.
Framkvæmdaráð samþykkir að fela forstöðumanni SVA og deildarstjóra búsetudeildar að  leggja tillögur fyrir ráðið um það hvernig best verður staðið að samvinnu búsetudeildar og SVA um ferliþjónustuna.


2.  Ferliþjónusta blindra og sjónskertra
2007010133
Tekið fyrir erindi sem vísað var úr viðtalstíma bæjarfulltrúa vegna ferliþjónustu blindra og sjónskertra.
Framkvæmdaráð telur að nú þegar sé til staðar sú þjónusta sem óskað er eftir og að ekki sé þörf á sérstökum samningi vegna hennar. Framkvæmdaráð felur formanni framkvæmdaráðs að ræða við deildarstjóra búsetudeildar.  


3.  Strætisvagnar - leiðarkerfi
2007010150
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA kynnir hugmyndir að leiðarkerfi.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að undirbúa framlengingu Norðurslóðar að Dalsbraut. Forstöðumanni SVA er falið að undirbúa breytingu á leiðarkerfi SVA þar sem gert verður ráð fyrir biðstöð á háskólasvæðinu og við Glerárgötu. Framkvæmdir skulu rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Jón Erlendsson vék af fundi kl. 09.55.


4.  Strætisvagnar - beiðni KA um akstur í Bogann
2007010151
Tekið fyrir erindi frá KA um akstur knattspyrnuiðkenda frá nágrenni KA - heimilis í Bogann.
Framkvæmdaráð mun taka erindið til skoðunar í tengslum við endurskoðun leiðarkerfis SVA sem stendur fyrir dyrum. Þar verður meðal annars athugað hvernig skipuleggja megi þjónustuna þannig að leiðarkerfið henti betur skóla og tómstundastarfi.


5.  Útboð á strætisvagni fyrir SVA
2007010156
Kynning á útboði.
Framkvæmdaráð samþykkir útboðsskilmálana.




6.  Fjárhagsáætlun tækni- og umhverfissviðs 2007
2006080079
Lögð fram framkvæmdaáætlun umhverfismála.
Lagt fram til kynningar.


7.  Landamerki - Blómsturvellir
2004120088
Tekin fyrir áður samþykkt tillaga bæjarráðs frá 24. nóvember 2005 að landamerkjum milli Pétursborgar og Blómsturvalla.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu um landamerki milli Pétursborgar og Blómsturvalla og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.


8.  Hundahald - gjaldskrá 2007
2007010078
Afgreiðsla á gjaldskrá fyrir hundahald á Akureyri sem unnin var í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.


9.  Veraldarvinir - samvinna 2007
2007010100
Fyrirspurn frá Veraldarvinum um hvort Akureyrarbær hafi áhuga á að taka hóp erlendra sjálfboðaliða í tveggja vikna vinnu við umhverfismál.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur Jóni Birgi Gunnlaugssyni verkefnisstjóra umhverfismála að svara fyrirspurninni og vinna að áframhaldandi undirbúningi málsins.


10.  Óðinsnes - Ægisnes - Krossanesbraut - gatnagerð og lagnir
2007010152
Lóðarhafi á lóð við Ægisnes hefur óskað eftir að gera aksturshæft að úthlutaðri lóð.
Framkvæmdaráð heimilar deildarstjóra framkvæmdadeildar að ganga til samninga við lóðarhafa um að hann útbúi akstursleið frá Krossanesbraut að Ægisnesi.


11.  Ráðstefna um sjálfbærar samgöngur - 2007
2007010149
Tekið fyrir erindi frá Páli Hlöðvessyni formanni NTFÍ fyrir hönd Norðurlandsdeildar Verkfræðingafélags- og Tæknifræðingafélags Íslands ásamt Arkitektafélagi Íslands þar sem beðið er um fjárstyrk vegna ráðstefnu um sjálfbærar samgöngur sem halda á á Akureyri 10. febrúar 2007.
Framkvæmdaráð felur deildarstjórum skipulags- og framkvæmdadeildar að ræða við bréfritara um aðkomu Akureyrarbæjar.


Fundi slitið.