Framkvæmdaráð

238. fundur 16. september 2011 kl. 08:15 - 10:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjáhagsáætlun 2011 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2011080050Vakta málsnúmer

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, fór yfir fjárhagsáætlun og stöðu A og B fyrirtækja fyrstu 7 mánuði ársins 2011.

2.Fjárhagsáætlun 2012 - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2011080104Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

3.Sorpmál - kynning á stöðu

Málsnúmer 2010120023Vakta málsnúmer

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson og forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, gerðu grein fyrir stöðu mála um magn og kostnað á úrgangi vegna heimilissorps á fyrstu 8 mánuðum ársins.
Einnig var gerð grein fyrir viðræðum við Gámaþjónustu Norðurlands ehf um móttökustöð fyrirtækisins.

Framkvæmdaráð tekur undir bókun umhverfisnefndar frá 13. september sl. þar sem umhverfisnefnd lýsti yfir miklum áhyggjum með þann drátt sem orðið hefur á byggingu flokkunarstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands ehf við Réttarhvamm.

Vonda lykt leggur frá stöðinni, sem veldur miklum ama, auk þess sem mikið drasl og óreiða er á svæðinu.

4.Loftslagsráðstefna á Akureyri - 2011

Málsnúmer 2011020004Vakta málsnúmer

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson og forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, kynntu ráðstefnu vinabæjanna um samstarf í loftslagsmálum.

5.Ósk um stuðning við að koma af stað dýraathvarfi á Akureyri

Málsnúmer 2011090055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sólveigu Bjarnar, sent í tölvupósti 2. september 2011, þar sem hún óskar eftir stuðningi við að koma á fót dýraathvarfi.

Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 10:30.