Framkvæmdaráð

8181. fundur 15. desember 2006
139. fundur
15.12.2006 kl. 09:45 - 11:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Gerður Jónsdóttir
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Flokkun á úrgangi með þátttöku íbúa
2006030005
Guðmundur Sigvaldason fyrrum starfsmaður Staðardagskrár 21 mætti á fundinn og kynnti möguleika á flokkun sorps.
Framkvæmdaráð þakkar Guðmundi Sigvaldasyni kynninguna.


2 Svifryk
2004110071
Lagður fram listi frá starfsmönnum framkvæmdadeildar, þar sem fram koma ýmsar upplýsingar frá söluaðilum dekkja og möguleikum sem þeir sjá til minnkunar svifryks. Einnig hafa borist tvö tilboð í svifryksmælitæki frá Kemía og Groco og verða þau skoðuð nánar.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að vinna samkvæmt eftirfarandi:
1. Draga úr sandburði.
2. Áhersla verði lögð á meiri hreinsun gatna þegar aðstæður leyfa.
3. Stefnt verði að því að kaupa svifryksmælitæki til að fylgjast með árangri og ástandi á hverjum tíma.3 Andapollur
2004120077
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri kynnti hönnun á svæðinu, stöðu verksins og fór yfir framhald á því.
Framkvæmdaráð samþykkir að lokið verði við hönnun og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að gera kostnaðaráætlun fyrir verkið og leggja fyrir ráðið.


4 Naustahverfi V. áfangi - hönnun
2006120050
Tillaga um að gatnahönnun ofan Geislatúns verði sett í forgang fram yfir hönnun Miðhúsabrautar til að bregðast við þörf fyrir íbúðarhúsalóðir strax á næsta ári. Lagt fram minnisblað Helga Más Pálssonar deildarstjóra dags. 12. desember 2006.
Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna en leggur þó áherslu á mikilvægi þess að vinnu við Miðhúsabraut verði hraðað eins og kostur er.


5 Sláttur - þjónustusamningur 2007 - 2009
2006120048
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri kynnti útboð á grasslætti.
Framkvæmdaráð samþykkir að starfsmenn framkvæmdadeildar vinni áfram að undirbúningi útboðs á grasslætti í samræmi við umræður á fundinum.Framkvæmdaráð þakkar Herborgu Sigfúsdóttir vel unnin störf á undanförnum árum og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettfangi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.