Framkvæmdaráð

8119. fundur 01. desember 2006
138. fundur
01.12.2006 kl. 08:15 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Erla Þrándardóttir
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Tómas Björn Hauksson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Miðhúsabraut - hönnun
2006110117
Kristinn Magnússon verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Norðurlands kynnti hönnun Miðhúsabrautar.
Framkvæmdaráð þakkar Kristni fyrir kynninguna. Ráðið leggur áherslu á að vinnu við undirbúning þessa verks verði hraðað og að útboð fari fram sem allra fyrst.


2 Hljóðkortalagning á Akureyri - niðurstöður
2006070038
Lagt fram minnisblað frá Línuhönnun hf. dags. 3. nóvember 2006 um hljóðkortalagningu á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.


3 Svifryk - aðgerðalisti
2004110071
Lagður fram aðgerðalisti frá vinnuhópi dags. 29. nóvember 2006 með tillögum að aðgerðum til að vinna gegn svifryksmengun í bænum.
Afgreiðslu frestað.


4 Snjómokstur - útboð, framlenging
2004010067
Samningar um snjómokstur féllu úr gildi sl. vor, en hafa verið framlengdir um eitt ár.
Framkvæmdaráð samþykkir að framlengja samninga um snjómokstur um eitt ár.


5 Strætisvagnar Akureyrar - leiðakerfi, breytingar
2006110119
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA kynnti breytingar á leiðakerfi SVA.
Framkvæmdaráð felur forstöðumanni að vinna áfram að undirbúningi breytinga á leiðakerfi SVA sem taki gildi haustið 2007. Breytingarnar felast annars vegar í því að hafinn verður akstur í Naustahverfi og hins vegar í breyttri staðsetningu stoppistöðva til þess að þjóna betur nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri.


6 Framkvæmdamiðstöð - vinnuhópur
2006110120
Lögð fram tillaga um skoðun á því hvernig haga beri starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar til framtíðar þannig að hún þjóni best hagsmunum bæjarbúa.
Framkvæmdaráð tilnefnir Ásgeir Magnússon, Jón Erlendsson og Þórarinn B. Jónsson í vinnuhóp um starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar.


7 Eyrarlandsvegur - áningarstaður
2006110121
Lögð fram greinargerð frá Jóni Erlendssyni dags. 16. nóvember 2006 um að fram fari forhönnun og gerð verði kostnaðaráætlun um gerð áningarstaðar fyrir gangandi vegfarendur við austurkant Eyrarlandsvegar.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í tillöguna og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að skoða mögulega staðsetningu og kostnað samhliða framkvæmdum við Eyrarlandsveg.


8 Bugðuvöllur - lýsing á leikvelli
2006110131
Erindi dags. 29. nóvember 2006 frá formanni hverfisnefndar Síðuhverfis, þar sem óskað er eftir bættri lýsingu á Bugðuvelli.
Framkvæmdaráð samþykkir að sett verði upp lýsing á svæðinu.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.