Framkvæmdaráð

7917. fundur 27. október 2006
136. fundur
27.10.2006 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Hjalti Jón Sveinsson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Jón Erlendsson
Gerður Jónsdóttir
Ármann Jóhannesson
Helgi Már Pálsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Hreinsistöð - kynning
2006100064
Jónas Karlesson og Magnús Magnússon ráðgjafar frá VST kynntu uppbyggingu fráveitukerfis Akureyrar og fyrirhugaðar framkvæmdir við hreinsistöð í Sandgerðisbót.
Lagt fram til kynningar.


2 Framkvæmdaáætlun 2007
2006080079
Lögð fram tillaga að framkvæmdaáætlun vegna gatna- og fráveituframkvæmda fyrir árið 2007, ásamt drögum að þriggja ára áætlun 2008-2010.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2007.


3 Slökkviliðsstjóri - ráðning 2006
2006100030
Lögð fram tillaga deildarstjóra framkvæmdadeildar um að ráða Þorbjörn Haraldsson í stöðu slökkviliðsstjóra.
Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir að ráða Þorbjörn Haraldsson í starf slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar.
Gerður Jónsdóttir og Jón Erlendsson óska bókað að þau sitja hjá við afgreiðslu málsins.4 Skjaldarvík - skólalóð Hlíðarskóla
2006020063
Gerður Jónsdóttir lagði fram gögn um úthlutun á skika úr landi Skjaldarvíkur til Hlíðarskóla.
Framkvæmdaráð beinir því til starfsmanna framkvæmdadeildar að skoða ábendingar þessar í tengslum við gerð samnings við Hestamannafélagið Létti um afnot af landinu.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.