Framkvæmdaráð

7889. fundur 20. október 2006
135. fundur
20.10.2006 kl. 08:30 - 09:30
Fundarsalur í Hlein, Hrísey


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Gerður Jónsdóttir
Ármann Jóhannesson
Helgi Már Pálsson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir ritaði fundargerð


1 Skjaldarvík - beiðni um leigu á landi
2006020063
Lagt fram minnisblað dags. 18. október 2006, frá Jóni Birgi Gunnlaugssyni verkefnastjóra, þar sem gerð er grein fyrir drögum að samningi milli Akureyrarbæjar og Hestamannafélagsins Léttis um afnot af landi Skjaldarvíkur.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna áfram að samningi á grundvelli framlagðra draga og umræðna á fundinum.


2 Samnorrænt verkefni - kynning
2006070047
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri kynnti samnorrænt verkefni um verndun á líffræðilegum fjölbreytileika, á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og var Akureyri valið annað af tveimur sveitarfélögum á landinu til að taka þátt í verkefninu.
Lagt fram til kynningar.


3 Framkvæmdaáætlun 2007
2006080079
Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun 2007 fyrir eignasjóð gatna og fráveitu dags. í október 2006.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að vinna áfram að framkvæmdaáætlun á grundvelli framlagðra draga og umræðna á fundinum.


4 Sorphirða - stefnumótun og lausnir
2006030005
Formaður gerði grein fyrir undirbúningi vinnu við endurskipulagningu sorpmála og lagði til að framkvæmdaráð skipaði þriggja manna hóp til að vinna að verkefninu ásamt starfsmönnum og ráðgjafa. Miðað er við að fyrsta áfanga verkefnisins verði lokið í nóvember nk.
Framkvæmdaráð samþykkir að Hermann Jón Tómasson, Hjalti Jón Sveinsson og Erla Þrándardóttir skipi vinnuhópinn ásamt starfsmönnum.Fundi slitið.