Framkvæmdaráð

7822. fundur 06. október 2006
134. fundur
06.10.2006 kl. 08:15 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Gerður Jónsdóttir
Ármann Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Glerá II - kirkjugarður
2006070005
Tekið fyrir að nýju sbr. fund framkvæmdaráðs 15. september 2006. Unnið hefur verið að greftri síðustu daga og er honum lokið í bili. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs fór yfir stöðu málsins.
Ljóst er að frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að meta sögulegt gildi svæðisins. Taka þarf tillit til þess við gerð deiliskipulags.


2 Rekstraráætlun 2007
2006080079
Tekin fyrir að nýju rekstraráætlun framkvæmdadeildar, Strætisvagna Akureyrar og Slökkvliðs Akureyrar.
Rekstrarniðurstaða eftirfarandi málaflokka miðað við ramma verði sem hér segir:
06-223 Tómstundamál kr. 51.363 þús.
06-111 Leikvellir kr. 12.908 þús.
07 Slökkvilið kr. 100.846 þús.
08 Hreinlætismál kr. 45.289 þús
10 Götur, umferð og samgöngumál kr. 258.600 þús.
11 Umhverfismál kr. 148.064 þús.
13 Atvinnumál kr. 14.978 þús.
33 Framkvæmdamiðstöð kr. 24.546 þús.
51 Bifreiðastæðasjóður kr. 5.591 þús.
73 Fráveita kr. 25.581 þús.
79 Strætisvagnar Akureyrar (framlag) kr. 69.945 þús.

Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á römmum sbr. minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 4 október 2006:

06-223 Tómstundamál, v/ áætlaðs fjölda í vinnuskóla kr. 10.862 þús.
07 Slökkvilið kr. 7.187 þús.
08 Hreinlætismál, v/ hreinsunar, gámasvæðis og lengingar á
opnunartíma alm. salerna kr. 9.460 þús.
Vegna, svifryksmælinga, hundasvæðis í Kjarnaskógi,
sorpgáma í Hrísey kr. 12.800 þús.
10 Götur, umferð og samgöngumál, v/ götulýsingar, snjómoksturs,
framlag til SVA kr. 27.290 þús.
11 Umhverfismál, v/ endurbyggingar leiksvæða kr. 3.000 þús.

Einnig er lagt til að sorphreinsunargjald verði kr. 11.250, hundaleyfisgjald kr. 10.000, leiga beitarlanda kr. 10.000 pr. ha og búfjárleyfi kr. 2.300.
Sorpförgunargjöld fyrirtækja verði:
Almennur úrgangur kr. 4.700 pr. tonn
Slátur úrgangur kr. 5.700 pr. tonn
Timbur kr. 3.200 pr. tonn
Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir ofangreinda áætlun og vísar henni til bæjarráðs. Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðsluna.


3 Hörgárbyggð - fráveita
2005110047
Lagður fram samningur dags. 27. september 2006, milli Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar um frumathugun á sameiginlegu fráveitukerfi á mörkum sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar


4 Leiksvæði - rekstrar- og aðalskoðun
2006090046
Lagt fram bréf HNE dags. 31. ágúst 2006, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið verði að skoðun leiksvæða á 1-3 mánaðar fresti annars vegar og árlegri aðalskoðun hins vegar. Lagt fram minnisblað dags. 4. október 2006, frá Jóni Birgi Gunnlaugssyni verkefnastjóra, þar sem gerð er grein fyrir undirbúningi vegna rekstrarskoðunar og stöðu aðalskoðunar.
Framkvæmdadeild falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.


5 Búfjáreftirlitnefnd - skipan varamanns
2006060085
Skv. lögum um búfjárhald nr. 103/2002 og reglugerð um búfjáreftirlit dags. 28. október 2002, er Akureyri á búfjáreftirlitssvæði 18 sem í eru eftirfarandi sveitarfélög ásamt Akureyrarbæ: Eyjafjarðarsveit, Svalbarðstrandahreppur, Hörgárbyggð, Arnaneshreppur og Grýtubakkahreppur. Fyrir hvert búfjáreftirlitssvæði er ein búfjáreftirlitsnefnd sem skipuð er 3 aðalmönnum og 3 til vara og er skipunartími nefndarinnar kjörtímabil sveitarstjórnar. Akureyrarbær skipar einn varamann.
Framkvæmdaráð tilnefnir Jón Birgir Gunnlaugsson varamann í búfjáreftirlitsnefnd.


6 Naustahverfi 4. hluti - gatnagerð og lagnir
2006100008
Fimmtudaginn 28. september 2006 voru opnuð tilboð í verkið "Naustahverfi 4. hluti" gatnagerð og lagnir.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:

G.Hjámarsson hf. kr. 118.110.235   120,4 %
G.V. Gröfur ehf. kr. 158.552.800   161,6 %


G.V. Gröfur ehf. Frávikstilboð kr. 113.208.650   115,4 %
Frávik miðast við að verktíminn breytist, 1. áfanga lýkur 1. maí og allt verkið 15. júlí 2007.

Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 98.100.600   100,0 %

Í ljósi þess að Akureyrarbær hefur skuldbundið sig til að hafa lóðir við Krókeyrarnöf byggingahæfar þann 1. janúar 2007 er lagt til að tilboði G.Hjámarsonar hf. verði tekið.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við G. Hjálmarsson hf.


7 Samþykktir fyrir fastanefndir 2006
2006090040
Lagt fram uppkast að nýrri samþykkt fyrir framkvæmdaráð ódagsett.
Framkvæmdaráð samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og felur formanni að koma ábendingum sem fram komu á fundinum á framfæri við stjórnsýslunefnd.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.