Framkvæmdaráð

7761. fundur 22. september 2006
133. fundur
22.09.2006 kl. 10:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson ritaði fundargerð


1 Rekstraráætlun 2006
2005080076
Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 fyrir deildir og stofnanir sem undir framkvæmdaráð heyra. Þar kemur fram að kostnaður við málaflokkana verði ekki undir kr. 792.862 þús. og að það vanti kr. 109.577 þús. til rekstursins. Helstu ástæður hækkana eru kjarasamningar, aukinn kostnaður við hreinsun og viðhald gatna. Lægri tekjur á Framkvæmdamiðstöð, flutningur strætisvagna upp á Rangárvelli og vanáætlun í launum og millifærðum kostnaði.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu um endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir framkvæmdadeild, Strætisvagna Akureyrar og Slökkvilið Akureyrar 2006.


2 Framkvæmdaáætlun 2006
2005080076
Lögð fram endurskoðuð framkvæmdaáætlun fyrir eignasjóð gatna, bifreiðastæðasjóð og fráveitu. Heildar framkvæmdaáætlun vegna þessara málaflokka var kr. 725.300 þús. og miðast endurskoðun við að draga úr framkvæmdum um kr. 104.800 þús.
Lagt fram til kynningar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.