Framkvæmdaráð

7732. fundur 15. september 2006
132. fundur
15.09.2006 kl. 8:15: - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Áhaldahús í Hrísey - tilboð í rekstur
2006090038
Lagt fram bréf ódags. frá Einari Þ. Pálssyni f.h. Laugakambs ehf. þar sem settar eru fram hugmyndir að rekstri áhaldahúss í Hrísey.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu, en felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ræða við bréfritara.


2 Skjaldarvík - beiðni um leigu á landi
2006020063
Lagt fram bréf dags. 28. ágúst 2006 frá Hestamannafélaginu Létti, þar sem settar eru fram hugmyndir þeirra um afnot af landi Skjaldarvíkur.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdadeild að ræða við fulltrúa félagsins og kynna fyrir þeim sjónarmið ráðsins.


3 Helgamagrastræti - bílastæði við Hólmasól
2006080049
Lagt fram bréf dags. 6. september 2006, frá Valdimar Freyssyni, Helgamagrastræti 40, þar sem hann óskar eftir skriflegum rökum fyrir þeirri ákvörðun ráðsins að fjarlægja ekki þrengingar fyrir framan Helgamagrastræti 40.
Framkvæmdaráð felur sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara bréfritara og koma þar á framfæri þeim rökum sem ákvörðunin byggði á.


4 Glerá II - kirkjugarður
2006070005
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu mála.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að sjá til þess að fornleifarannsóknir á svæðinu geti hafist sem allra fyrst.


5 Sjafnargata
2006080093
Lagt fram á fundinum minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs um breytingar á samþykktri framkvæmdaáætlun 2006 vegna Sjafnargötu.
Framkvæmdaráð samþykkir breytinguna þannig að hægt verði að hefjast handa við lagningu Sjafnargötu.


6 Rekstraráætlun 2007
2006080079
Tekin fyrir að nýju rekstraráætlun framkvæmdadeildar, Strætisvagna Akureyrar og Slökkvliðs Akureyrar.
Lagt fram til kynningar.


7 Slökkvilið Akureyrar - uppsögn slökkviliðsstjóra
2006090020
Erling Þór Júlínusson hefur óskað eftir því að hætta störfum sem slökkviliðsstjóri bæjarins.
Framkvæmdaráð þakkar Erling fyrir störf hans í þágu bæjarins og felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að auglýsa stöðu slökkviliðsstjóra lausa til umsóknar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.