Framkvæmdaráð

7659. fundur 25. ágúst 2006
129. fundur
25.08.2006 kl. 08:15 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Gerður Jónsdóttir
Ármann Jóhannesson
Tómas Björn Hauksson
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari


1 Hrísey - samtök sumarhúsaeigenda
2006080048
Lagt fram erindi Bjarna Ómars Guðmundssonar dags. 22. ágúst 2006, sumarbústaðaeiganda í Hrísey, þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær hafi til ráðstöfunar í Hrísey reiðhjól með kerru sem nýtt væri til flutninga til og frá ferju. Áður höfðu verið til ráðstöfunar af hálfu sveitarfélagsins hjólbörur sem ekki eru nothæfar lengur.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við samstarfsnefnd um afstöðu hennar til málsins.


2 Hrísey - umferðarmál
2006080050
Lagt fram erindi Bjarna Ómars Guðmundssonar dags. 22. ágúst 2006, sumarbústaðaeiganda í Hrísey, þar sem fjallað er um umferðarmál í eyjunni og fjölgun bíla.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að fara yfir málið með samráðsnefnd og leggja fram tillögur á grundvelli þess samráðs.


3 Kerfill og aðrar óæskilegar plöntur í bæjarlandinu
2006080025
Tekið fyrir erindi sem náttúruverndarnefnd vísaði á fundi sínum 17. ágúst sl. til framkvæmdráðs, þar sem óskað er eftir að gerð verði framkvæmdaáætlun um heftingu á útbreiðslu óæskilegra plantna í bæjarlandinu.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna áætlun um heftingu á útbreiðslu óæskilegra plantna í landi bæjarins og leggja fyrir ráðið.


4 Helgamagrastræti - bílastæði við Hólmasól
2006080049
Lagt fram erindi dags. 22. ágúst 2006 frá Valdimar Freyssyni, Helgamagrastræti 40, þar sem hann fer fram á að þrenging á Helgamagrastræti við Hólmasól verði fjarlægð.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu og felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara.


5 Aðalstræti - framkvæmdir
2006060023
Lagt fram erindi dags. 21. ágúst 2006 frá íbúum í Aðalstræti 36 þar sem gerð er athugasemd við framkvæmdir framan við hús þeirra.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu og felur sviðsstjóra að ræða við bréfritara.


6 Deildarstjóri framkvæmdadeildar - ráðning 2006
2006080052
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs lagði fram tillögu á fundinum að ráðningu deildarstjóra framkvæmdadeildar.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs um að ráða Helga Má Pálsson í stöðu deildarstjóra framkvæmdadeildar.


7 Starfsáætlun tækni- og umhverfissviðs - 2006
2006010036
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.