Framkvæmdaráð

7620. fundur 11. ágúst 2006
128. fundur
11.08.2006 kl. 08:15 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Jón Birgir Gunnlaugsson
Ármann Jóhannesson
Linda Rós Reynisdóttir ritaði fundargerð


1 Flugvöllur í Hrísey - skýli
2006080014
Erindi dagsett 8. ágúst 2006 frá Aðalsteini Bergdal þar sem hann fer fram á að fá biðskýli sem flutt var úr Göngugötu og setja það niður við flugvöllinn í Hrísey.
Framkvæmdaráð samþykkir að verða við erindinu, en vísar beiðni um heimild til að reisa skýlið til umhverfisdeildar.


2 Nesjahverfi 2006 - gatnagerð og lagnir
2006070077
Miðvikudaginn 26. júlí sl. voru opnuð tilboð í verkið "Nesjahverfi - gatnagerð og lagnir".
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:
G. Hjálmarsson hf. Kr. 64.590.000 94,6 %
G. V. Gröfur ehf. Kr. 62.583.200 91,6 %

Kostnaðaráætlun hönnuða Kr. 68.300.000 100,0 %

Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda G. V. Gröfur ehf.
Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda G. V. Gröfur ehf.


3 Skógræktarfélag Eyfirðinga og Akureyrarbær - endurnýjun samnings
2006080004
Erindi dagsett 1. ágúst 2006 frá Jóni Kr. Arnarsyni f.h. Skógræktarfélags Eyfirðinga þar sem óskað er eftir endurnýjun þjónustusamnings frá 1998, m.t.t. stækkunar skógræktar- og útivistarsvæða ásamt nýjum verkefnum. Lagt fram til kynningar.


4 Rekstraráætlun - yfirlit
2005080076
Lagt fram rekstraryfirlit tímabilsins janúar til júlí 2006, minnisblað SVA dags. 19. júlí 2006, kostnaðargreiningu vegna ársins 2005, sbr. 123. fund framkvæmdaráðs.
Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir kostnaðaráætlun og vék síðan af fundi.
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA fór yfir kostnaðaráætlun og vék síðan af fundi.
Lagt fram til kynningar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.