Framkvæmdaráð

7578. fundur 21. júlí 2006
127. fundur
21.07.2006 kl. 08:15 - 09:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Sigrún Björk Jakobsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Helena Þ. Karlsdóttir
Jóhannes G. Bjarnason
Jón Erlendsson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Svæði fyrir lausa hunda í Kjarnaskógi
2006060035
Tekið fyrir að nýju beiðni um svæði fyrir lausa hunda í Kjarnaskógi sem tekið var fyrir á fundi framkvæmdaráðs 7. júlí 2006. Lagt fram minnisblað verkefnastjóra umhverfismála.
Áætlaður kostnaður vegna stígagerðar, girðingar og lýsingar er 6,3 milljónir króna og vísast til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.


2 Miðhúsabraut - Naustavegur - umferðarmál
2006050108
Tekin fyrir bréf, dags. 9. maí og 3. júlí 2006, frá íbúum við austasta hluta Miðhúsabrautar þar sem farið er fram á lagfæringar á götunni eða við hana til þess að minnka hljóð- og rykmengun og auka umferðaröryggi.
Verið er að vinna að úttekt á þeim svæðum í bænum sem búa við hljóðmengun, ásamt því að reglur um styrki vegna hljóðvistar eru í smíðum. Niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega eða eigi síðar en 15. september 2006.


3 Lagnir frá yfirföllum við Sandgerðisbót og Hlíðarbraut
2006040001
Fimmtudaginn 20. júlí 2006 voru opnuð tilboð í verkið "Lagnir frá yfirföllum við Sandgerðisbót og Hlíðarbraut".
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:
                                                                                          %
G.V. Gröfur ehf.                         kr. 25.889.300             96
G. Hjálmarsson hf.                  kr. 36.990.000           137

G.V. Gröfur ehf., frávikstilboð kr. 19.892.600             74
Frávik miðast við verktímann 1. janúar 2007 - 31. maí 2007.

Kostnaðaráætlun hönnuða   kr. 27.000.000 100
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við G.V. Gröfur ehf. á grundvelli frávikstilboðs.


4 Önnur mál
Rætt um:
Framkvæmdir á Grænhólssvæðinu.
Endurnýjun á handriði á Glerárbrú.
Námasvæði og fornleifar við Glerá.

Jónasi Vigfússyni þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í nýju starfi.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið.