Framkvæmdaráð

7511. fundur 07. júlí 2006
126. fundur
07.07.2006 kl. 08:15 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Gerður Jónsdóttir
Jón Birgir Gunnlaugsson
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon ritaði fundargerð


1 Gatnagerð í Hrísey
2006060072
Þriðjudaginn 4. júlí 2006 voru opnuð tilboð í verkið
"Hrísey - gatnagerð":

Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin.

Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar ehf.     kr. 30.117.500      99,8 %
Steypustöðin Dalvík ehf.                                        kr. 37.200.000    123,3 %

Kostnaðaráætlun hönnuða                                  kr. 30.180.000     100,0 %
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Viðbótarkostnaði miðað við fjárhagsáætlun er vísað til endurskoðunar framkvæmdaáætlunar.


2 Hrísey - flokkun á úrgangi
2006050135
Tekið fyrir erindi dags. 27. apríl 2006 frá nemendum og kennurum í leik- og grunnskóla Hríseyjar varðandi flokkun á úrgangi í eyjunni. Vísað til framkvæmdaráðs af fundi bæjarráðs 1. júní sl.
Framkvæmdaráð lýsir ánægju sinni með frumkvæði og áhuga nemenda og kennara í Hrísey á flokkun og förgun sorps og ágætum tillögum um það hvernig best sé að standa að þessum málum. Ráðið felur deildarstjóra að hafa samráð við samráðsnefnd í Hrísey og nefnd um sjálfbært samfélag og koma með tillögur um lausn sem best hentar aðstæðum í eyjunni.


3 Byggðavöllur - lagfæringar
2006060075
Lagt fram bréf dags. 21. júní 2006 frá Margréti D. Eðvarðsdóttur f.h. foreldra og dagforeldra á Brekkunni þar sem óskað er eftir lagfæringum á Byggðavelli.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að verða við óskum um nauðsynlegar lagfæringar á vellinum. Gagngerar endurbætur eru síðan á áætlun árið 2007. Ákvörðun um það hvort hreinlætisaðstaða verði sett upp á svæðinu verður ekki tekin að svo komnu máli.
Gerður Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.4 Leikvöllur - ósk íbúa Borgarsíðu, Búðasíðu og Brekkusíðu um leikvöll
2006060008
Lagður fram undirskriftalisti 23 aðila sem óska eftir því að leikvöllur verði gerður á græna svæðinu sunnan Búðasíðu.
Framkvæmdaráð vísar erindinu til umfjöllunar umhverfisráðs.


5 Skjaldarvík - beiðni um leigu á landi
2006020063
Tekin fyrir erindi ódags. frá Ester Önnu Eiríksdóttur og Arnaldi Bárðarsyni, dags. 24. maí 2006, þar sem óskað er eftir því að taka á leigu land á jörð Skjaldarvíkur til hrossabeitar. Einnig barst erindi frá Hestamannafélaginu Létti um leigu á landinu.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að ræða við fulltrúa Hestamannafélagsins Léttis um mögulega nýtingu þessara aðila á landinu.


6 Svæði fyrir lausa hunda
2006060035
Lagður fram undirskriftalisti 72 aðila, sem óska eftir afmörkuðu upplýstu svæði í Kjarnaskógi til að fara með hunda í lausagöngu.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdadeild að skoða málið nánar í samráði við umsjónaraðila í Kjarnaskógi og leggja fyrir ráðið á ný.Fundi slitið.