Framkvæmdaráð

7477. fundur 30. júní 2006
Framkvæmdaráð - Fundargerð
125. fundur
30.06.2006 kl. 08:15 - 10:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Jón Erlendsson
Jóhannes G. Bjarnason
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 21. júní sl. kosið aðal- og varamenn í framkvæmdaráð:

Aðalmenn:                                                                  Varamenn:
Hermann Jón Tómasson formaður                       Helena Þ. Karlsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir varaformaður                Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson                                                  Þórarinn B. Jónsson
Jón Erlendsson                                                          Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason                                  Gerður Jónsdóttir
_____________________________________________________________________________

Í upphafi fundar bauð formaður nýtt framkvæmdaráð velkomið til starfa.
Fundartími framkvæmdaráðs var ákveðinn 1. og 3. föstudag í mánuði kl. 8:15.

1 Vinnugögn framkvæmdaráðs
2006010036
Lögð fram samþykkt um framkvæmdaráð ásamt starfsáætlun og helstu lögum og reglugerðum.


Starfsmenn viku af fundi undir 2. og 3. lið.

2 Starfsmannamál
2006010079
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Jónas Vigfússon, hefur sagt upp störfum frá og með 1. júlí 2006. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir.
Framkvæmdaráð felur formanni ráðsins að ræða við Jónas.


3 Strætisvagnaskýli í göngugötu
2006020121
Tekin fyrir ákvörðun um að fjarlægja strætisvagnaskýli í göngugötu.
Framkvæmdaráð ítrekar að biðstöðin við suðurenda "göngugötunnar" gegnir mikilvægu hlutverki í þjónustu við farþega SVA eins og skipulagi aksturs SVA er nú háttað. Framkvæmdaráð fellst hins vegar á að nauðsynlegt hafi verið að fjarlægja strætisvagnaskýlið sem þar var vegna þeirrar heildarmyndar sem nú er orðin á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis og felur framkvæmdadeild bæjarins að koma með nýjar hugmyndir um aðstöðu fyrir farþega SVA á þessum stað.
Framkvæmdaráð lýsir jafnframt þeirri skoðun sinni að mál sem þetta hefði átt að koma til afgreiðslu framkvæmdaráðs en þegar þessi ákvörðun var tekin hafi nýtt framkvæmdaráð ekki verið skipað.
Jón Erlendsson óskar bókað:
Ég tel þann gjörning að fjarlægja strætisvagnaskýlið skýlaust brot á samþykkt framkvæmdaráðs frá 27. mars sl. og gagnrýni þessi vinnubrögð harðlega.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.