Framkvæmdaráð

7346. fundur 26. maí 2006
124. fundur
26.05.2006 kl. 9:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson ritaði fundargerð


1 Aðalstræti milli Naustafjöru og Duggufjöru
2005040121
Tilboð voru opnuð miðvikudaginn 24. maí 2006 kl. 13:30 í verkið Aðalstræti - endurbygging 2006.
Eftirfarandi tilboð barst og hefur verið yfirfarið:
G. Hjálmarsson hf. kr. 36.905.000 117.4%
Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 31.443.800.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við bjóðanda G. Hjálmarsson hf.


2 Miðhúsabraut - Naustafjara - umferðarmál
2006050108
Erindi dags. 9. maí 2006 frá Guðrúnu K. Blöndal og Sigurði S. Sigurðssyni þar sem kvartað er yfir aukinni umferð um Miðhúsabraut (Naustaveg). Þórarinn B. Jónsson spurðist fyrir um slysa- og hljóðvarnir vegna mikillar umferðar þungaflutninga og hraðaksturs einkabíla á Miðhúsabraut við Naustafjöru.

Málið er til skoðunar hjá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.


3 Andapollur
2004120077
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir spurðist fyrir um stöðu framkvæmda við Andapollinn.
Upplýst var að verkið yrði boðið út á næstu vikum.


4 Síðuhverfi - umferðarmál (SN060004)
2005050073
Erindi dags. 12. maí 2005 frá formanni hverfisnefndar Síðuhverfis varðandi umferðarmál í hverfinu.
Valgerður H. Bjarnadóttir spurði hvað liði uppsetningu skilta í Síðuhverfi.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar hefur unnið með málið en var fjarverandi og því var ekki hægt að svara fyrirspurn Valgerðar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.