Framkvæmdaráð

7326. fundur 19. maí 2006
123. fundur
19.05.2006 kl. 08:15 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Þórarinn B. Jónsson
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 SVA - sumarafleysingar
2005080076
Vegna aukningar á akstri í ferliþjónustu þarf að auka við starfshlutfall sem ekki var gert ráð fyrir í fjáhagsáætlun. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA gerði grein fyrir málinu.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu forstöðumanns SVA um aukið stöðuhlutfall vegna ferliþjónustu. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


2 Tækni- og umhverfissvið - rekstur
2005080076
Fram voru lagðir útreikningar á þróun rekstrarkostnaðar þeirra málaflokka tækni- og umhverfissviðs sem á árinu 2005 sýndu mest frávik frá fjárhagsáætlun. Útreikningarnir ná til síðustu fjögurra ára. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að við úthlutun fjárhagsramma undanfarinna ára hafi ekki verið nægilega tekið tillit til stækkunar bæjarins og þ.a.l. aukinna umsvifa ýmissa þjónustuþátta.
Framkvæmdaráð vísar útreikningunum til bæjarstjóra og bæjarráðs og óskar eftir að þeir verði teknir til skoðunar áður en fjárhagsrömmum fyrir árið 2007 verður úthlutað og við endurskoðun 2006.


3 Mælingar á loftgæðum
2004110071
Lagt fram minnisblað deildarstjóra framkvæmdadeildar um kaup á búnaði til að mæla svifryk á Akureyri.
Í ljósi þess að svifryk á Akureyri hefur ítrekað mælst yfir viðmiðunarmörkum telur framkvæmdaráð nauðsynlegt að mælingar séu stöðugar og niðurstöður þeirra aðgengilegar fyrir almenning. Því mælir ráðið með kaupum á slíkum búnaði og vísar því til fjárhagsáætlunar 2007. Jafnframt er lögð áhersla á að nú þegar verði unnin áætlun um það hvernig draga megi úr svifryksmengun.


4 Sláttur í Glerárhverfi 2006 - útboð
2006050053
Tilboð voru opnuð miðvikudaginn 17. maí 2006 í grasslátt í Glerárhverfi 2006.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa verið yfirfarin og leiðrétt:
Ingólfur Jóhannsson kr. 9.960.000
Hirðing ehf. kr. 8.151.545
Finnur ehf. kr. 7.263.204
ISS Ísland ehf. kr. 7.903.904
Kostnaðaráætlun lá ekki fyrir en uppreiknuð áætlun frá 2003 er kr. 8.610.615.
Tilboð frá ISS Ísland er ógilt þar sem einingaverð vantar í tilboðsskrá.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Finn ehf.


5 Sláttur Hrísey - þjónustusamningur 2006-2008
2006050027
Tilboð voru opnuð fimmtudaginn 18. maí 2006 í grasslátt í Hrísey 2006-2008.
Eftirfarandi tilboð barst og hefur verið yfirfarið og leiðrétt:
Ólafur P. Agnarsson kr. 11.516.256.
Framkvæmdaráð hafnar tilboðinu en samþykkir að leitað verði eftir samningum við tilboðsgjafa um verkið.


6 Umferðarmerkingar 2006
2006050105
Mánudaginn 15. maí 2006 kl. 15.00 voru opnuð tilboð í yfirborðsmerkingar á Akureyri.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:
Yfirborðsmerkingar gatna á Akureyri 2006-2008:
Vegmerking ehf. kr. 6.328.800 á ári
Vegamál ehf. kr. 4.870.900 "

Stakar yfirborðsmerkingar gatna á Akureyri 2006-2008:
Monstró ehf. kr. 1.092.744 á ári
Vegmerking ehf. kr. 788.580 "
Vegamál ehf. kr. 922.100 "
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Vegamál ehf. um yfirborðsmerkingar gatna og við Vegmerkingu ehf. um stakar yfirborðsmerkingar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.