Framkvæmdaráð

7203. fundur 21. apríl 2006
122. fundur
21.04.2006 kl. 08:15 - 11:08
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Mælingar á loftgæðum
2004110071
Lagðar fram niðurstöður svifryksmælinga á Akureyri. Alfreð Schiöth frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Tryggvi Marinósson forstöðumaður Framkvæmdamiðstöðvar mættu á fundinn undir þessum lið.
Fram kom að frá sl. áramótum til 18. mars hefur magn svifryks 28 sinnum verið umfram viðmiðunarmörk reglugerðar.
Valgerður H. Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Nú þegar verði fest kaup á búnaði til að mæla svifryk á Akureyri og gerðar ráðstafanir til að upplýsingar sem fást með mælingum verði gerðar almenningi aðgengilegar jafnóðum. Jafnframt verði nú þegar unnin áætlun um hvernig draga má úr svifryksmengun í bæjarlandinu og niðurstöður liggi fyrir ekki síðar en um áramótin næstu."
Framkvæmdaráð vísar tillögunni til framkvæmdadeildar til skoðunar og upplýsingaöflunar og leggi niðurstöður um kostnað fyrir næsta fund ráðsins.2 Rekstur tækni- og umhverfissviðs
2005080076
Greining rekstrar 2005 vegna framkvæmdadeildar og Slökkviliðs Akureyrar sem frestað var á fundi framkvæmdaráðs 7. apríl 2006. Tryggvi Marinósson forstöðumaður Framkvæmdamiðstöðvar og Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessu lið.
Framkvæmdaráð felur formanni framkvæmdaráðs og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að leggja fram tillögur á næsta fundi.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.