Framkvæmdaráð

6875. fundur 03. febrúar 2006
118. fundur
03.02.2006 kl. 08:15 - 09:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Veghefill
2006020002
Lagt fram minnisblað Tryggva Marinóssonar forstöðumanns Framkvæmdamiðstöðvar dags.
25. janúar 2006.
Framkvæmdaráð samþykkir að veghefill í eigu Akureyrarbæjar af Austin-western gerð frá árinu 1946 ásamt tilheyrandi fylgi- og varahlutum verði afhentur Samgöngusafninu að Ystafelli í Köldukinn til varðveislu.


2 Rekstur framkvæmdadeildar
2005080076
Greining rekstrarniðurstöðu 2002-2006.
Afgreiðslu frestað.


3 Deildarstjóri framkvæmdadeildar
2005020076
Lagt fram bréf sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 18. janúar 2006.
Í samræmi við 8. grein samþykktar um framkvæmdaráð og að fenginni tillögu sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs samþykkir ráðið að Jónas Vigfússon verði ráðinn í starf deildarstjóra framkvæmda- deildar.
Marsbil Fjóla Snæjarnardóttir óskar bókað:
"Ég tel að auglýsa ætti í stöðuna og get því ekki greitt atkvæði með ráðningunni. Hins vegar tel ég viðkomandi fullkomlega hæfan í starf deildarstjóra framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar."
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.