Framkvæmdaráð

6759. fundur 06. janúar 2006
117. fundur
06.01.2006 kl. 8:15: - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Strætisvagnar Akureyrar - þriggja ára áætlun 2007-2009
2005120056
Lögð fram þriggja ára áætlun Strætisvagna Akureyrar 2007-2009 dags. 3. janúar 2006.
Í áætluninni er gert ráð fyrir að SVA þjóni Naustahverfi til jafns við önnur hverfi bæjarins frá 1. september 2007. Því þarf að gera ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði og fjárfestingum á áætlunartímabilinu eins og að neðan greinir. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn undir þessum lið.

                                                                  2007               2008                  2009
Aukinn rekstrarkostnaður          kr.   2.000.000      6.000.000                 0
Fjárfestingar:
Nýr strætisvagn                           kr. 19.000.000                      0                 0
Nýr ferliþjónustubíll                     kr.                           6.000.000
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarráðs.


2 Norðurmjólk - Auðhumla, flutningur
2005070038
Lögð fram fundargerð starfshóps um flutning á listaverkinu Auðhumlu dags. 29. desember 2005 ásamt drögum að samningi Norðurmjólkur ehf. og Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð samþykkir að framkvæmdadeild sjái um uppsetningu listaverksins sbr. 2. og
3. gr. samningsdraganna, einnig að kostnaður sbr. 4. gr. greiðist af liðnum framkvæmdaáætlun, miðbær. Aðrir liðir séu á ábyrgð menningarmálanefndar.3 Tækni- og umhverfissvið - starfsáætlun 2006
2006010036
Lögð fram starfsáætlun framkvæmdaráðs og framkvæmdadeildar dags. 4. janúar 2006.
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarráðs.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.