Framkvæmdaráð

7937. fundur 03. nóvember 2006
137. fundur
03.11.2006 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Jón Erlendsson
Gerður Jónsdóttir
Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari


1 Útivistarsvæði - kaup á snjótroðara
2004110035
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri lagði fram á fundinum tillögu um kaup á snjótroðara fyrir útivistarsvæðið í Kjarna.
Í samningi um uppbyggingu Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands er gert ráð fyrir að eitt af verkefnum hennar á samningstímabilinu sé efling vetraríþrótta í Kjarnaskógi. Framkvæmdaráð skorar á stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar að standa við þetta ákvæði að hluta með því að leggja fram fjármagn til kaupa og endurbóta á notuðum snjótroðara.


2 Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar ehf. - hundahreinsun
2006100086
Lagt fram erindi frá Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dags. 24. október 2006 um athugun á því hvort áhugi sé hjá Akureyrarbæ að fela Dýralæknaþjónustunni framkvæmd á hundahreinsun.
Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu en felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að hefja undirbúning að útboði á þjónustunni.


3 Bonsaisafn
2006100100
Lagður fram tölvupóstur frá Hafnarfjarðarbæ þar sem viðraðar eru hugmyndir um að Akureyrarbær taki að sér Bonsaisafnið í Hafnarfirði.
Framkvæmdaráð þakkar boðið en sér ekki fært að þiggja það.


4 Mælitæki - tilboð
2004110071
Lagt fram tilboð í mælistöð fyrir ryk í andrúmslofti frá Kemía dags. 17. október 2006.
Framkvæmdaráð frestar ákvörðun og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að leggja fram tillögur að aðgerðum til að vinna gegn svifryksmengun.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.