Framkvæmdaráð

6667. fundur 02. desember 2005
115. fundur
02.12.2005 kl. 8:15: - 10:13
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oddur H. Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Framkvæmdamiðstöð - yfirvinna
2005040109
Lögð fram áætlun dags. 27. september 2005 um aðgerðir til að draga úr yfirvinnu á framkvæmdamiðstöð. Tryggvi Marinósson forstöðumaður framkvæmdamiðstöðvar mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð telur áætlunina markvissa og vel unna og hvetur til þess að áfram verði unnið á grundvelli hennar. Hugsanlegar tillögur að breytingum á þjónustu komi til ákvörðunar framkvæmdaráðs hverju sinni.


2 Gróðrarstöðin í Kjarna ehf. - tilboð
2003120076
Lagt fram tilboð í sumarblóm frá Gróðrarstöðinni Kjarna ehf. sbr bréf dags. 21. nóvember 2005. Tryggvi Marinósson mætti á fundinn undir þessu lið.
Tillagna um framtíðarfyrirkomulag á rekstri Ræktunarstöðvarinnar í samræmi við bókun bæjarráðs frá 30. júní sl. er að vænta á næstu vikum. Breyting á framleiðslu og innkaupum á sumarblómum verður því ekki gerð að sinni.


3 Athugun um flutning SVA upp á Rangárvelli
2005020009
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra um flutning Strætisvagna Akureyrar að Rangárvöllum.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Norðurorku hf. um leigu á aðstöðu fyrir SVA að Rangárvöllum og að flutningur starfseminnar fari fram eins fljótt og unnt er. Núverandi húsnæði SVA fái Slökkvilið Akureyrar til afnota.


4 Rekstur framkvæmdadeildar 2005
2004090001
Lagt var fram yfirlit yfir rekstur deildarinnar 2005. Deildarstjóri skýrði frávik frá áætlun.
Framkvæmdaráð vísar framkomnum upplýsingum til bæjarráðs.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.