Framkvæmdaráð

6605. fundur 18. nóvember 2005
114. fundur
18.11.2005 kl. 08:15 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Hörgárbyggð, fráveita
2005110047
Lagt fram bréf frá Hörgárbyggð með ósk um heimild til að tengja fráveitu þéttbýlisins norðan Lónsins við fráveitu Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að eiga viðræður við bréfritara. Málið komi síðan til umfjöllunar í framkvæmdaráði.


2 Blómsturvellir/Pétursborg - landamerki
2004120088
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra umhverfismála um landamerki Blómsturvalla og Pétursborgar.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögur þær sem fram koma í minnisblaðinu og felur framkvæmdadeild frágang málsins í samráði við bæjarlögmann.


3 Könnun um sorphirðu
2003100034
Sigríður Ólafsdóttir frá IMG kynnti fyrirhugaða könnun um sorphirðumál meðal íbúa Akureyrarkaupstaðar.
Framkvæmdaráð samþykkir að áfram verði unnið að málinu á grundvelli þeirra hugmynda sem kynntar voru.


4 Sjúkraflutningar - endurskoðun samnings við heilbrigðisráðneyti 2004
2003120043
Fjallað var um drög að nýjum samningi um sjúkraflutninga á svæði Slökkviliðs Akureyrar. Undir þessum lið sátu fundinn þeir Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri og Dan Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Framkvæmdaráð felur slökkviliðsstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að halda áfram viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um þau ákvæði samningsdraganna, sem rædd voru á fundinum.Að loknum formlegum fundi var nýr strætisvagn tekinn í notkun með ferð framkvæmdaráðs.

Fundi slitið.