Framkvæmdaráð

6490. fundur 21. október 2005
112. fundur
21.10.2005 kl. 8:15: - 9:55:
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Jón Birgir Gunnlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 AFS - styrkbeiðni
2005090005
Erindi dags. 17. ágúst 2005 frá Rósu B. Þorsteinsdóttur f.h. AFS, þar sem hún sækir um styrk í formi fríkorts fyrir strætisvagnaferðum, sem vísað var af fundi íþrótta- og tómstundaráðs
19. september 2005.
Framkvæmdaráð samþykkir að 5 skiptinemum verið veittur frír aðgangur að Strætisvögnum Akureyrar meðan á námsdvöl þeirra stendur.


2 Síðubraut og Goðanes - útboð 2005
2005040089
Þriðjudaginn 18. október 2005 voru opnuð tilboð í verkið "Síðubraut 2. áfangi - gatnagerð og lagnir".
Athugasemd barst frá G. Hjálmarssyni þess efnis að útboðsgögnin standist ekki lög um útboð, teikningum sé verulega áfátt.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin.
                                                                            
Malar og efnissalan Björgum ehf. kr. 42.671.225 - 64,5%
GV Gröfur ehf. kr. 57.026.674 - 86,1%
G. Hjálmarsson hf. kr. 64.514.810 - 97,5%
Kostnaðaráætlun kr. 66.200.000 - 100,0%
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Malar og efnissöluna Björgum ehf.


3 Framkvæmdadeild - breyting á skipuriti
2005090095
Lögð fram tillaga sviðsstjóra að breyttu skipuriti framkvæmdadeildar dags. 30. september 2005.
Framkvæmdaráð samþykkir breytingartillöguna, sem felur í sér að Lystigarðurinn heyri beint undir framkvæmdadeild í stað Framkvæmdamiðstöðvar.


4 Endurnýjun leiksvæða
2005080076
Lögð fram sundurliðuð kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna leiksvæða fyrir árin 2006-2010, dags. í október 2005. Áætlunin er fram lögð vegna ákvæða reglugerðar nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlits með þeim.
Framkvæmdaráð vísar áætluninni til bæjarráðs og gerðar fjárhagsáætlunar 2006 og þriggja ára áætlunar 2007-2009.


5 Framkvæmdaáætlun umhverfismála
2005080076
Lögð fram áætlun fyrir árið 2006 dags. í október 2005.
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina.


6 Innbærinn á Akureyri
2004060099
Erindi dags. 16. júní 2004 frá Minjasafninu á Akureyri, varðandi átak í kynningu á Innbænum, sögunni og söfnunum.
Lagt fram til kynningar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.