Framkvæmdaráð

6428. fundur 27. september 2005
Framkvæmdaráð - Fundargerð
111. fundur
27.09.2005 kl. 12:00 - 13:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Rekstraráætlun
2005080076
Tekin fyrir að nýju rekstraráætlun framkvæmdadeildar, Strætisvagna Akureyrar og Slökkviliðs Akureyrar fyrir árið 2006.
Rekstrarniðurstaða eftirfarandi málaflokka miðað við ramma verði sem hér segir:
Upphæðir í þús. kr.

06 111 Rekstur leikvalla 12.300
06 223 Skólagarðar/Smíðavellir 990
06 225 Unglingavinna 34.015
06 226 Sumarvinna fatlaðra 5.970
07 Brunamál og almannavarnir 73.778
08 Hreinlætismál 40.856
10 Götur, umferðar- og samgöngumál 208.364
11 Umhverfismál 117.571
13 211 Fjallskil 245
13 325 Sumarvinna skólafólks 16 ára 17.380
13 6 Ferðamál 3.410
33 Framkvæmdamiðstöð 11.790
51 Bifreiðastæðasjóður 1.230
73 Fráveita -58.550
79 Strætisvagnar Akureyrar, framlag 55.474

Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á römmum sbr. minnisblað deildarstjóra framkvæmdadeildar dags.26. september 2005:
Upphæðir í þús. kr.

05 Menningarmál, v/vinnu framkvæmdamiðstöðvar
v/hátíðarhalda, hækkun 3.750
06 Unglingavinna, v/áætlaðs fjölda, hækkun 8.035
07 Brunamál og almannavarnir, v/fjölgunar á vakt, hækkun 15.430
08 Hreinlætismál, v/lengingar á opnunart. almenningssalerna 1.000
10 Götur, umferðar- og samgöngumál,
v/götulýsingar, umferðarljósa og mælitækja, hækkun 18.000
11 Umhverfismál, v/friðlanda, hækkun 500
v/flutninga ramma Náttúruverndarnefndar 4.500
13 Sumarvinna 16 ára v/áætlaðs fjölda, hækkun 8.410

Einnig er lagt til að gjaldskrá sorphreinsunargjalda á íbúðarhúsnæði og sorpförgunargjalda á fyrirtæki verði hækkuð sbr. meðfylgjandi minnisblað deildarstjóra framkvæmdadeildar dags.
26. september 2005, tekjuaukning verði 10.380 þús kr.
Framkvæmdaráð samþykkir ofnagreinda áætlun og vísar henni til bæjarráðs. Varðandi tillögu að gjaldskrárbreytingu óskaði Jón Erlendsson eftirfarandi bókunar:
"Ég greiði ekki atkvæði með fyrirliggjandi tillögu um hækkun sorphirðu- og urðunargjalds. Haustið 2003 lagði Vinstrihreyfingin grænt framboð fram tillögu um að gerð yrði áætlun um framtíðarskipan sorphirðu og verðlagningu hennar. Skýrsla um það mál lá fyrir í árslok 2004. Engar áætlanir hafa enn verið gerðar um breytt fyrirkomulag, sem mundi m.a. miða að aukinni flokkun sorps og gjaldtöku af íbúum í samræmi við það sorpmagn sem frá þeim þarf að hirða. Breytingar á núgildandi sorphirðugjaldi ættu að vera samfara nýju skipulagi þessara mála í samræmi við markmið Staðardagskrár 21 og Svæðisáætlunar um sorpmál í Eyjafirði."
Tillaga að gjaldskrárbreytingu var samþykkt af meirihluta ráðsins en Jón Erlendsson og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir sátu hjá við afgreiðsluna.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.