Framkvæmdaráð

6278. fundur 15. júlí 2005

Akureyrarbær

Framkvæmdaráð - Fundargerð
108. fundur
15.07.2005 kl. 08:15 - 09:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Jónas Vigfússon fundarritari


1 Opnun tilboða í Naustahverfi, 3. áfanga
2005060004
Miðvikudaginn 6. júlí 2005 voru opnuð tilboð í verkið
"Naustahverfi III. áfangi, gatnagerð og lagnir".
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:
Icefox ehf. kr. 192.887.500 153,6%
G. Hjálmarsson hf. kr. 123.552.500 98,3%
G.V. Gröfur ehf. kr. 127.577.970 101,5%
Einnig barst frávikstilboð frá G.V. Gröfum ehf. kr. 120.167.970.
Frávik felst í að Akureyrarbær leggi til fyllingarefni og neðra burðarlagsefni úr námum bæjarins í innan við 6 km fjarlægð frá verkstað.
Kostnaðaráætlun hönnuða er kr. 125.744.
Efnismagn um 25.000 m³ og verðgildi þess áætlað um kr. 1.500.000.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við G.V. Gröfur ehf. á grundvelli frávikstilboðs fyrirtækisins.


2 Flutningur Auðhumlu í Kaupvangsgil
2005070038
Komið hefur upp hugmynd um að flytja listaverkið Auðhumlu frá lóð Norðurmjólkur og í Kaupvangsgil. Verkið er í eigu Norðurmjólkur og mun vera það áfram en stjórn Norðurmjólkur hefur samþykkt að verkið verði flutt í Kaupvangsgilið fyrir ofan Myndlistaskólann en kostnaður við flutning og niðursetningu verði greiddur af Akureyrarbæ.
Kostnaður er áætlaður um 600 þús. kr.
Framkvæmdaráð samþykkir að unnið verði að undirbúningi á flutningi listaverksins á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og tillagna. Staðsetning og fyrirkomulag hafi hlotið staðfestingu í skipulagi fyrir svæðið. Áætlaður kostnaður Akureyrarbæjar rúmast innan fjárhagsramma ársins og greiðist af fjárveitingu til endurgerðar göngugötu.


3 Hörgárbraut - Síðubraut, hringtorg
2005070004
Fram var lagt minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 13. júlí 2005 um samstarf Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar um gerð hringtorgs á gatnamótum Hörgárbrautar og Síðubrautar.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að vinna að undirbúningi að útboði verksins í samráði við bæjarstjóra, sem vinnur að gerð samkomulags við Vegagerðina um fjármögnun og kostnaðarskiptingu. Falli undirbúnings- og framkvæmdakostnaður á árið 2005 þarf heimild bæjarráðs fyrir þeim upphæðum þar sem verkið er ekki á framkvæmdakostnaði ársins.Fundi slitið.