Framkvæmdaráð

6243. fundur 01. júlí 2005
Framkvæmdaráð - Fundargerð
107. fundur
01.07.2005 kl. 08:15 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon ritaði fundargerð


1 Leirutjörn skipulag
2005060130
Teikn á lofti kynnir skipulag Leirutjarnarsvæðisins. Halldór Jóhannsson og Pétur Bolli Jóhannsson mættu á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð leggur til að tillagan verði kynnt í umhverfisráði og tekið verði tillit til hennar við hönnun og væntanlegar framkvæmdir við Aðalstræti.


2 Innkaup á körfubíl, 2005
2005060128
Kynntar hugmyndir slökkviliðsstjóra um endurnýjun á körfubíl fyrir slökkviliðið. Lagt er til að keyptur verði notaður körfubíll frá Reykjavíkurborg og eldri bíll seldur í staðinn.
Slökkviliðsstjóri Erling Júlínusson mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð heimilar slökkviliðsstjóra að kaupa slökkvibíl í samræmi við minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 30. júní 2005 og óskar eftir heimild bæjarráðs til að flytja fjármuni milli fjárfestingaliða.


3 Yfirföll - yfirferð tilboðs
2004120070
Miðvikudaginn 15. júní 2005 voru opnuð tilboð í verkið ,,Yfirföll við Sandgerðisbót og Hlíðarbraut".
Einungis barst eitt tilboð, frá Völvusteini ehf. Eftir leiðréttingu á magnskrá var tilboð Völvusteins
kr. 23.987.429 eða 112% af áætlun sem var kr. 21.500.000.
Lagt er til að samið verði við Vövustein ehf. um verkið.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Völvustein ehf.


4 Lundahverfi - lega tengibrauta (SN990026)
2004120106
Á fundi bæjarstjórnar 14. júní sl. var samþykkt tillaga um samráðsferli vegna tengibrauta í Lunda- og Naustahverfi. Óskað er eftir að framkvæmdaráð geri tillögu um útfærslu á 6 liðum tillögunnar og hafi eftir föngum samráð um þær við íbúa Lunda- og Naustahverfis.
Framkvæmdaráð leggur til að skipaður verði vinnuhópur starfsmanna, einn frá skóladeild, einn frá umhverfisdeild og einn frá framkvæmdadeild. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kalli hópinn saman.


5 Reiðhöll - hönnun
2005050026
Erindi dags. 1. maí 2005 frá Hestamannafélaginu Létti um að hluti fjárveitingar til framkvæmda í hesthúsahverfum verði notaður í undirbúning og hönnunarvinnu reiðhallar. Erindinu var frestað á fundi framkvæmdaráðs 3. júní sl.
Framkvæmdaráð samþykkir að verða við erindinu.


6 Atvinnuátak sumarið 2005
2005050020
Framkvæmdadeild sótti um styrk til Atvinnuleysistryggingasjóðs til sérstakra verkefna á vegum svæðisvinnumiðlunar. Sótt var um 20 störf í 6 vikur. Áætlaður kostnaður fyrir utan launakostnað er um 5,5 m.kr.
Heimilað að ráðast í verkefnið í samræmi við tillögur forstöðumanns Framkvæmdamiðstöðvar.


7 Smíðavellir
2004070057
Ákveðið hefur verið að reka smíðavöll við Vestursíðu nú í sumar. Um 34 börn eru skráð og verður starfsemin allan júlí-mánuð. Áætlaður kostnaður er um 700 þús. kr. og verður fjárveiting tekin af opnum leiksvæðum.
Lagt fram til kynningar.


8 Bugðuvöllur - girðing
2005050105
Erindi ódags. frá Helenu Guðmundsdóttur f.h. Dagmæðrafélags Akureyrar þar sem mótmælt er fyrirhuguðu niðurrifi á girðingu á Bugðuvelli. Farið er fram á að hætt verði við niðurrif á girðingu á Bugðuvelli, en hætt er að reka gæsluvelli á Akureyri og núverandi girðing er orðin mjög léleg. Ný girðing er áætluð kosta um 2,5 m.kr.
Framkvæmdaráð samþykkir að ráðist verði í lagfæringu á girðingu gæsluvallarins í stað endurgerðar leiksvæðis við Borgarhlíð.


9 Snægil - áskorun til bæjaryfirvalda
2005060110
Áskorun til bæjaryfirvalda um að setja hraðahindranir og/eða þrengingar í Snægil og breyta hámarkshraða.
Framkvæmdadeild falið að svara erindinu og leggja fram tillögur fyrir næsta fund í samræmi við umræður á fundinum.


10 Kynnisferð náttúruverndarnefndar 2005
2005050074
Náttúruverndarnefnd samþykkti á fundi sínum 9. júní sl. að greinargerð um kynnisferð nefndarinnar yrði send framkvæmdaráði með ósk um að gerðar verði ráðstafanir til úrbóta þar sem þess er þörf skv. greinargerðinni. Nefndin telur að umgengni um garðaúrgangstipp sé ekki góð og mikilvægt að gerð verði veruleg bragarbót þar á.
Nefndin telur talsvert vanta upp á að þau urðunarsvæði úrgangs sem ekki er verið að nota hafi nægilegt þekjuefni. Einnig gerir nefndin athugasemdir við rusl á girðingum og í Sigurðarlæk. Telur nefndin mikilvægt að ásýnd urðunarstaðarins verði bætt, s.s. með meiri notkun þekjuefnis, örari og umfangsmeiri hreinsun á rusli sem fokið hefur og gróðursetningu trjágróðurs á mörkum svæðisins. Náttúruverndarnefnd bókaði um málið 17. mars 2005.
Nefndin telur mikilvægt að gera ráðstafanir til að bæta aðstæður verulega við jarðgerðarstöð lífræns úrgangs með landmótun, skjólbeltum o.fl. eða að starfseminni sé fundinn heppilegur staður til frambúðar.
Þá bendir nefndin á það að starfshópur um hvernig best megi standa að verndun Glerárdals hafi gert það að tillögu sinni að slóði upp að Fálkafelli verður lagaður og gerður útsýnisstaður á melnum ofan við Pásustein.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að umgengni og verklag verði bætt á urðunarstað.


11 Ályktun - SUNN 2005
2005050103
Á fundi náttúruverndarnefndar 9. júní sl. var tekið undir ályktun SUNN dags. 25. maí 2005 um málefni Krossanesborga. Nefndin beinir því til framkvæmdaráðs að ráðinn verði landvörður fyrir verndarsvæði bæjarins í samstarfi við Umhverfisstofnun, þannig að starfshættir verði í samræmi við landvörslu annarra friðlýstra svæða á landinu.
Framkvæmdaráð telur ekki tímabært að huga að ráðningu sérstaks landvarðar. Fullnægjandi sé að umsjón svæðanna sé á höndum verkefnisstjóra umhverfismála.


12 Stefnumótun SA
2005060126
Vinna við stefnumótun Slökkviliðs Akureyrar. Lagt er til að vinnufundir verði haldnir um stefnumótun SA eftir hádegi 22. og 29. ágúst nk.
Samþykkt.Fundi slitið.