Framkvæmdaráð

6152. fundur 03. júní 2005

Akureyrarbær

Framkvæmdaráð - Fundargerð
106. fundur
03.06.2005 kl. 08:15 - 10:07
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Gerður Jónsdóttir
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Naustahverfi - 2. skipulagsáfangi
2005020133
Á fundi bæjarráðs 11. mars sl. var gerð eftirfarandi bókun:
"35. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 23. febrúar 2005.
Vegna mikillar eftirspurnar eftir lóðum beinir umhverfisráð því til bæjarráðs að gatnaframkvæmdum í 2. áfanga Naustahverfis verði flýtt svo og gatnaframkvæmdum við Ægisnes (Krossaneshaga).
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdaráði að leggja fram framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna flýtingar gatnagerðarframkvæmda í 2. áfanga Naustahverfis.
Bæjarráð frestar afgreiðslu varðandi Ægisnes."
Framkvæmdaráð samþykkir að bjóða út allan 2. skipulagsáfangann í Naustahverfi þannig að öllu verkinu verði lokið vorið 2006 og fyrri áfanga lokið í október 2005 .


2 Reiðhöll - hönnun
2005050026
Erindi dags. 1. maí 2005 frá Hestamannafélaginu Létti um að hluti fjárveitingar til framkvæmda í hesthúsahverfum verði notaður í undirbúning og hönnunarvinnu reiðhallar.
Afgreiðslu frestað.


3 Hrísey - framkvæmdir 2005
2005060006
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir í Hrísey.4 Jafnréttisáætlanir stofnana 2005
2005010008
Jafnréttisáætlanir Framkvæmdamiðstöðvar dags. 1. apríl 2005 og Slökkviliðs Akureyrar dags.
13. apríl 2005 lagðar fram til kynningar. Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi og Erling Þór Júlínusson slökkviliðsstjóri mættu á fundinn undir þessum lið.5 Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 - 2020
2005060005
Lögð fram drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 - 2020 dags. í apríl 2005. Drögin eru unnin af Verkfræðistofunni Línuhönnun hf. fyrir Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. Guðmundur Sigvaldason verkefnastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.


6 Starfsáætlun 2005
2004090012
Farið yfir stöðu framkvæmda.
Fundi slitið.