Framkvæmdaráð

6041. fundur 29. apríl 2005
104 fundur
29.04.2005 kl. 08:15 - 10:13
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Strætisvagnar Akureyrar - tilboð
2005010160
Miðvikudaginn 20. apríl sl. voru opnuð tilboð í nýjan vagn fyrir Strætisvagna Akureyrar. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA og Árni Freysteinsson innkaupastjóri mættu á fundinn undir þessum lið.
Neðangreind þrjú tilboð bárust:
Tilboð nr. 1 frá SBK kr. 20.000.000
Tilboð nr. 2 frá B&L  kr. 18.758.000
Tilboð nr. 3 frá B&L  kr. 19.222.000
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við B&L á grundvelli tilboðs nr. 2.


2 Sorphirða - stefnumótun og lausnir
2003100034
Tekin fyrir að nýju skýrsla Línuhönnunar dags. í desember 2004, sem lögð var fram á fundi framkvæmdaráðs 4. mars 2005. Einnig bókun náttúruverndarnefndar frá 17. mars sl. þar sem nefndin hvetur til þess að hafist verði handa við undirbúning þess að koma í verk tillögum sem fram eru settar í skýrslu Línuhönnunar. Lagt fram minnisblað framkvæmdadeildar dags. 28. apríl 2005.
Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að vinna áfram að gerð áætlunarinnar að teknu tilliti til umræðna á fundinum. Málið verði aftur til umfjöllunar fyrir miðjan júní nk.


3 Kaupþing banki hf. - bílastæðamál
2005040058
Tekið fyrir erindi frá Kaupþingi banka hf. dags. 14. apríl sl. varðandi bílastæðamál, sem vísað var til framkvæmdaráðs á fundi bæjarráðs 20. apríl 2005.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ræða við bréfritara.


4 Göngustígur neðan Samkomuhúss
2004040009
Fyrir var tekin athugasemd vegna göngustígs austan Samkomuhúss um að þægilegra væri fyrir hreyfihamlaða að hafa hann malbikaðan fremur en hellulagðan.
Samkvæmt hönnun er göngustígurinn malbikaður og því greiðfær fyrir umferð hreyfihamlaðra.5 Aðalstræti milli Naustafjöru og Duggufjöru
2005040121
Fyrir var tekin athugasemd vegna fyrirhugaðs framkvæmdatíma, sem áætlaður er á tímabilinu maí til ágúst nk.
Framkvæmdaráð samþykkir að fresta upphafi framkvæmda til 15. ágúst nk.


6 Ársskýrsla framkvæmdadeildar 2004
2005040127
Lögð fram til kynningar ársskýrsla framkvæmdadeildar 2004.7 Starfsáætlun 2005
2004090012
Lögð fram og kynnt starfsáætlun tækni- og umhverfissviðs Akureyrarbæjar 2005.
Framkvæmdaráð lýsir ánægju sinni með greinargóða framsetningu áætlunarinnar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.