Framkvæmdaráð

5979. fundur 08. apríl 2005
103. fundur
08.04.2005 kl. 09:00 - 10:00
Fundarherbergi FAK/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Sláttur - þjónustusamningur 2005-2007
2005020069
Tekin fyrir að nýju tilboð í verkin "Grassláttur, Ytri- og Syðri Brekka" og "Grassláttur, Gilja- og Síðuhverfi." Útboðið nær til áranna 2005, 2006 og 2007. Lagt fram minnisblað Jóns Birgis Gunnlaugssonar verkefnastjóra dags. 6. apríl 2005.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa verið yfirfarin:
"Grassláttur, Ytri- og Syðri Brekka":
Finnur ehf.                        kr. 21.057.000   78,0%
Garðaumhirða ehf.          kr. 12.837.000   47,5%
Ingólfur Jóhannsson       kr. 22.335.000   82,7%
Hirðing ehf.                        kr. 25.510.347   94,5%
Kostnaðaráætlun             kr. 27.000.000 100,0%

"Grassláttur Gilja- og Síðuhverfi":
Finnur ehf.                         kr. 21.090.000   85,7%
Garðaumhirða ehf.          kr. 13.024.500   52,9%
Ingólfur Jóhannsson       kr. 23.580.000   97,2%
Hirðing ehf.                        kr. 20.251.800   82,3%
Kostnaðaráætlun             kr. 24.600.000 100,0%
Tillaga um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Garðaumhirðu ehf. var samþykkt
með 2 atkvæðum. 3 sátu hjá.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað:
"Ég tel tilboð lægstbjóðanda sem er um 50% af kostnaðaráætlun algerlega óraunhæft og byggjast á að þessi aðili þekki ekki aðstæður hér, get ég því ekki staðið að því að tilboði lægstbjóðanda verði tekið."
Kristín Sigfúsdóttir og Marisbil Fjóla Snæbjarnardóttir tóku undir bókun Þórarins.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.