Framkvæmdaráð

5964. fundur 22. mars 2005
Framkvæmdaráð - Fundargerð
102. fundur
22.03.2005 kl. 12:00 - 13:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Jón Birgir Gunnlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Sláttur - þjónustusamningur 2005 - 2007
2005020069
Fimmtudaginn 17. mars 2005 voru opnuð tilboð í verkin ,,Grassláttur Ytri og Syðri Brekka" og ,,Grassláttur Gilja- og Síðuhverfi." Útboðið nær til áranna 2005, 2006 og 2007.
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa verið yfirfarin:
Grassláttur Ytri og Syðri Brekka:
Finnur ehf. kr. 21.057.000 78,0%
Garðaumhirða ehf. kr. 12.837.000 47,5%
Ingólfur Jóhannsson kr. 22.335.000 82,7%
Hirðing ehf. kr. 25.510.347 94,5%
Kostnaðaráætlun kr. 27.000.000 100,0%

Grassláttur Gilja- og Síðuhverfi:
Finnur ehf. kr. 21.090.000 85,7%
Garðaumhirða ehf. kr. 13.024.500 52,9%
Ingólfur Jóhannsson kr. 23.580.000 97,2%
Hirðing ehf. kr. 20.251.800 82,3%
Kostnaðaráætlun kr. 24.600.000 100,0%
Afgreiðslu frestað.


2 Tjaldsvæði við Þórunnarstræti - tilboð
2005030055
Mánudaginn 21. mars 2005 voru opnuð tilboð í verkið ,,Girðing tjaldsvæðis við Þórunnarstræti."
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa verið yfirfarin:

Jóhann R. Eysteinsson kr. 8.380.000 98,6%
G.V. Gröfur ehf. kr. 7.144.440 84,1%
Girðingarþjónustan Litluhlíð ehf. kr. 6.033.888 71,0%
Jóhann Helgi og Co ehf. kr. 7.549.575 88,8%
Öryggisgirðingar og Þorbergur Aðalsteinsson kr. 6.999.368 82,3%
Trévinnustofan ehf. kr. 8.193.920 96,4%
Helgi Þór Snæbjörnsson kr. 7.819.211 92,0%
Kostnaðaráætlun kr. 8.500.000 100,0%
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Girðingarþjónustuna Litluhlíð ehf.
3 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2004-2005
2004050085
Lögð fram drög að endurskoðaðri fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar. Óskað umsagnar ráðsins.
Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við tillögu að endurskoðaðri útgáfu fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.