Framkvæmdaráð

5936. fundur 16. mars 2005
101. fundur
16.03.2005 kl. 12:00 - 13:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Strætisvagnar Akureyrar - tilboð
2005010160
Tekið fyrir að nýju tilboð í strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar sem frestað var á fundi framkvæmdaráðs 4. mars 2005. Lögð fram greinargerð dags. 10. mars 2005 frá Stefáni Baldurssyni forstöðumanni SVA og Árna Þór Freysteinssyni innkaupastjóra Akureyrarbæjar sem mættu á fundinn.
Framkvæmdaráð samþykkir að hafna öllum tilboðum þar sem bílar þeir sem boðnir voru eru allir mun stærri en þörf er fyrir. Jafnframt var samþykkt að fram fari nýtt útboð.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.