Framkvæmdaráð

5876. fundur 04. mars 2005
100. fundur
04.03.2005 kl. 08:15 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Strætisvagnar Akureyrar - tilboð
2005010160
Miðvikudaginn 23. febrúar sl. voru opnuð tilboð í strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar.
Fram var lögð greinargerð forstöðumanns SVA og innkaupastjóra Akureyrarbæjar dags. 3. mars 2005. Í greinargerðinni kemur m.a. fram að ekki hafi öll tilboðin uppfyllt skilyrði útboðsins. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA og Árni Freysteinsson innkaupastjóri Akureyrarbæjar sátu fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi 6 tilboð bárust:

Tilboð nr. Bjóðandi Upphæð m/vsk.

1 SBK                20.490.000 krónur
2  Brimborg       23.590.000 krónur
3  B&L                 17.690.000 krónur
4  Ræsir             20.580.000 krónur
5  Kraftur            17.073.000 krónur
6  Kraftur            19.585.000 krónur

Afgreiðslu frestað.


2 Sorphirða - stefnumótun og lausnir
2003100034
Lögð fram skýrsla Línuhönnunar dags. í desember 2004. Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Línuhönnun mætti á fundinn og kynnti skýrsluna. Einnig sat Guðmundur Guðlaugsson fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.