Framkvæmdaráð

5789. fundur 18. febrúar 2005
99. fundur
18.02.2005 kl. 08:15 - 09:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Jón Erlendsson
Þóra Ákadóttir
Ármann Jóhannesson
Jónas Vigfússon
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Deildarstjóri framkvæmdadeildar
2005020076
Fram var lagt minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 17. febrúar 2005. Í minnisblaðinu er vitnað í starfsmannastefnu Akureyrarbæjar og þeirrar meginreglu, að forstöðumenn og deildarstjórar stærstu málasviða láti af þeim störfum við 65 ára aldur og að þeim gefist þá jafnframt kostur á að fá önnur störf hjá Akureyrarbæ og jafnframt minnka við sig starfshlutfall. Einnig kemur fram í minnisblaði sviðsstjóra, að á grundvelli þessarar meginstefnu og umræðu fyrr á þessu ári í framkvæmdaráði hafi verið gengið frá samkomulagi við deildarstjóra framkvæmdadeildar Guðmund Guðlaugsson um starfslok hans sem deildarstjóra og að hann taki að sér önnur störf á tækni- og umhverfissviði. Sviðsstjóri leggur til að Jónas Vigfússon verkefnastjóri á framkvæmdadeild gegni starfi deildarstjóra tímabundið til næstkomandi áramóta.
Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og þakkar Guðmundi vel unnin störf fyrir framkvæmdaráð og býður Jónas velkominn til starfa.


2 Framkvæmdamiðstöð - endurskoðun reksturs
2004090074
Kynntur samningur við Rekstrarráðgjöf Norðurlands ehf., dags. 15. febrúar 2005, vegna endurskoðunar á rekstri framkvæmdamiðstöðvar. Fram var lagt minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 17. febrúar 2005.
Lagt fram til kynningar


3 Sláttur - þjónustusamningur 2005-2007
2005020069
Verkefnastjóri umhverfismála kynnti fyrirhugað útboð á slætti og áhrif þess á rekstur framkvæmdamiðstöðvar. Að mati verkefnastjóra hefur útboð hverfandi áhrif á unglingavinnu en sumarstörfum 17 ára og eldri fækkar.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu framkvæmdadeildar um útboð á slætti. Jón Erlendsson bókar hjásetu.


4 Umhverfismál 2005
2004090001
Deildarstjóri framkvæmdadeildar lagði fram tillögu að breytingum á áður samþykktri framkvæmdaáætlun, þannig að lögð verði meiri áhersla á viðhald eldri leiksvæða og að nýbyggingu leiksvæða í Urðargili og Naustahvefi verði frestað.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu deildarstjóra.


5 Naustahverfi áfangi 2B - 2005, útboð
2005020023
Miðvikudaginn 16. febrúar 2005 voru opnuð tilboð í verkið ,, Naustahverfi áfangi 2B".
Eftirfarandi tilboð bárust:
                                                                                     %
G. Hjálmarsson hf.                    kr. 12.479.000     87,0
Finnur ehf.                                   kr. 11.149.600     77,7
Dalverk ehf.                                 kr. 19.481.950   135,7
G.V. Gröfur ehf.                           kr. 13.065.800     91,0
Kostnaðaráætlun                       kr. 14.351.450   100,0

Verkið felst í að byggja Vörðutún í Naustahverfi.
Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Finn ehf.
Hluti Eignasjóðs gatna og Fráveitu Akureyrar í tilboði lægstbjóðanda er kr. 8.336.250.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Finn ehf.


6 Steinatröð - frágangur á götu og lóðaúthlutun
2005020038
Vísað til framkvæmdaráðs úr viðtalstíma bæjarfulltrúa 7. febrúar 2005 þar sem kvartað var yfir hve lengi hefur dregist að ganga frá götunni Steinatröð.
Þar sem endurskoðun deiliskipulags stendur yfir eru framkvæmdir við Steinatröð ekki á framkvæmdaáætlun enn sem komið er.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.