Framkvæmdaráð

5721. fundur 28. janúar 2005
98. fundur
28.01.2005 kl. 08:15 - 09:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Jón Erlendsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Slökkvilið - stefnumörkun
2005010138
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 26. janúar sl., ásamt minnisblaði Kristjáns Kristjánssonar hjá IMG ráðgjöf dags. 11. janúar sl., en hann hefur á undanförnum mánuðum unnið með stjórnendum SA að endurskipulagningu innri mála liðsins. Kristján sat fundinn undir þessum lið ásamt slökkviliðsstjóra.
Framkvæmdaráð lýsir sig samþykkt þeim megináherslum sem fram koma í minnisblöðunum en frestar afgreiðslu tillagna að öðru leyti en fram kemur í 2., 3. og 4. dagskrárlið.


2 Samningur um vöktun við Neyðarlínuna hf.
2004120044
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 25. janúar 2005 þar sem gerð er grein fyrir efni væntanlegs samnings.
Framkvæmdaráð heimilar að gengið verði frá samningi á grundvelli þeirra efnisatriða sem fram koma í minnisblaðinu og felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.


3 Samningur um sjúkraflutninga
2004120043
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 25. janúar 2005 þar sem gerð er grein fyrir efni væntanlegs samnings.
Framkvæmdaráð heimilar að gengið verði frá samningi á grundvelli þeirra efnisatriða sem fram koma í minnisblaðinu og felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.


4 Samningur um atvinnuslökkviliðsskóla við Brunamálastofnun ríkisins
2004120045
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 25. janúar 2005 þar sem gerð er grein fyrir efni væntanlegs samnings.
Framkvæmdaráðs heimilar að gengið verði frá samningi á grundvelli þeirra efnisatriða sem fram koma í minnisblaðinu og felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.Fleira ekki gert.
Fundi slitð.