Framkvæmdaráð

5657. fundur 07. janúar 2005
97. fundur
07.01.2005 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Tjaldsvæði við Þórunnarstræti - endurbætur
2004080011
Lögð var fram kostnaðaráætlun framkvæmdadeildar vegna hugmynda að endurbótum við tjaldsvæðið. Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisfulltrúi mættu á fundinn undir þessum lið. Einnig mættu f.h. skáta Tryggvi Marinósson og Ásgeir Hreiðarsson. Fylltur var út gátlisti vegna fjölskyldumats og fylgir hann fundargerðinni.
Framkvæmdaráð er þeirrar skoðunar að tjaldsvæði verði rekið við Þórunnarstræti enn um sinn eða þar til frekari uppbygging að Hömrum getur tekið við auknum umsvifum. Nauðsynlegt er að ráðast í úrbætur á svæðinu, sem tryggja betur öryggi gesta og starfsfólks og koma til móts við þau umkvörtunarefni sem íbúar í næsta nágrenni svæðisins hafa komið á framfæri.
Framkvæmdaráð samþykkir því að áður en starfsemi hefst á tjaldsvæðinu vorið 2005 verði það afgirt, bifreiðastæði norðan svæðisins fullfrágengin og úrbætur gerðar varðandi tengingar rafmagns og vatns á svæðið. Framkvæmdadeild er falið að vinna að framgangi ofangreindra framkvæmda á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar og umræðna á fundinum um tegund girðingar og frágang bifreiðastæða. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar rúmist innan fjárhagsramma ársins.2 Tjaldsvæðin á Akureyri
2004060098
Fram var lögð skýrsla Skátafélagsins Klakks sem vísað var til framkvæmdaráðs af fundi bæjarráðs 2. desember 2004. F.h. skáta mættu Tryggvi Marinósson og Ásgeir Hreiðarsson. Einnig sátu fundinn Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisfulltrúi.
Framkvæmdaráð þakkar skýrslu félagsins og telur að ýmsar þær ábendingar sem fram koma í henni t.d. um tilhögun rekstrar muni ásamt þeim aðgerðum sem þegar er ákveðið að ráðast í (sbr. 1. lið) leiða til þess að rekstur tjaldsvæðisins við Þórunnarstræti geti orðið í sátt við nágrenni sitt.


3 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2004-2005
2004050085
Fyrir fundinum lágu tillögur að breytingum á fjöldskyldustefnu Akureyrarbæjar, vegna endurskoðunar sem nú stendur yfir. Guðmundur Sigvaldason verkefnastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð felur verkefnastjóra að breyta orðalagi 5. liðar tillagnanna í samræmi við þau sjónarmið sem fram komu í umræðum og senda þær síðan sem tillögur framkvæmdaráðs til jafnréttis- og fjölskyldunefndar.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.