Framkvæmdaráð

5568. fundur 03. desember 2004
96. fundur
03.12.2004 kl. 08:15 - 09:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari


1 Bifreiðastæði neðan Samkomuhúss - útboð
2004040009
Miðvikudaginn 24. nóvember 2004 voru opnuð tilboð í verkið "Bifreiðastæði austan Samkomuhúss".
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:
%
Finnur ehf. kr. 11.289.998 114,7
Katla ehf. kr. 10.489.800 106,6
G. Hjálmarsson hf. kr. 9.185.400 93,3
GV Gröfur ehf. kr. 7.489.800 76,1

Kostnaðaráætlun kr. 9.840.500 100,0
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda GV Gröfur ehf.


2 Breytingar á rekstraráætlunum tækni- og umhverfissviðs 2005
2004090001
Eftirfarandi tillaga að breytingum á rekstraráætlunum 2005 lögð fram á fundinum:

Hækkun tekna:
Hækkun sorpgjalds um kr. 500 umfram það sem gert er ráð fyrir í áætlun 3.150
Förgunargjald hækki úr kr. 3,25 á kíló í kr. 3,75 3.000
Hækkun tekna slökkviliðs vegna nýrra samninga og tekjugefandi verkefna 10.000
Hundaleyfisgjald hækki úr kr. 8.000 í kr. 8.500 vegna aukins tilkostnaðar 300

Hækkun samtals 16.450


Lækkun kostnaðar:
08 Hreinlætismál 450
10 Götur, umferðar- og samgöngumál 500
11 Umhverfismál 1.200
33 Framkvæmdamiðstöð 1.400

Lækkun samtals 3.550


Tillagan var samþykkt og henni vísað til bæjarráðs.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Valgerður H. Bjarnadóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið.