Framkvæmdaráð

5461. fundur 29. október 2004
94. fundur
29.10.2004 kl. 13:00 - 14:42
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Eignasjóður gatna - eignfærð fjárfesting 2005
2004090001
Tekin fyrir að nýju framkvæmdaáætlun dags. 26. október 2004 fyrir árin 2005-2008.
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarráðs.


2 Fráveita Akureyrar - eignfærð fjárfesting 2005
2004090001
Tekin fyrir að nýju framkvæmdaáætlun dags. 14. október 2004 fyrir árin 2005-2008.
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjaráðs.


3 Umhverfismál 2005
2004090001
Tekin fyrir að nýju framkvæmdaáætlun dags. í október 2004 fyrir árin 2005-2008.
Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina og vísar henni til bæjarráðs.
Þá leggur ráðið til að á árunum 2005-2008 verði varið allt að 45 milljónum króna til uppbyggingar og endurgerðar eldri leiksvæða í bænum í samræmi við nýja reglugerð og fyrirliggjandi áætlun framkvæmdadeildar.4 SVA - endurnýjun vagna
2004100090
Lagt fram bréf forstöðumanns SVA dags. 19. október 2004, þar sem gerð er grein fyrir nauðsyn á kaupum á nýjum vagni og óskað heimildar um þau kaup. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð leggur til að veitt verði heimild að fjárhæð kr. 18 milljónir til kaupa á nýjum strætisvagni og kr. 1.2 milljónir til kaupa og uppsetningar á tveimur biðskýlum á árinu 2005.Fleira ekki gert.
Fundi slitið.