Framkvæmdaráð

5346. fundur 01. október 2004
92. fundur
01.10.2004 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þóra Ákadóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Strandgata milli Hjalteyrargötu og Laufásgötu - útboð
2004090025
Fimmtudaginn 23. september 2004 voru opnuð tilboð í verkið "Strandgata milli Hjalteyrargötu og Laufásgötu - endurbygging".
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin.
%
G. Hjálmarsson hf.          kr. 9.778.000     96,9
Finnur ehf.                         kr. 11.613.000 115,1
Kostnaðaráætlun             kr. 10.090.000 100,0

Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda G. Hjálmarsson hf.


2 Starfsáætlun 2005
2004090012
Stefnumiðað árangursmat. Tekin fyrir drög dags. 29. september 2004.
Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ganga frá endanlegum tillögum ráðsins á grundvelli umræðna á fundinum og senda þær bæjarráði.


3 Slökkvilið - húsnæði í Hrísey
2004090112
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 30. september 2004 þar sem gerð er grein fyrir stöðu húsnæðismála.
Framkvæmdaráð leggur til að bæjarráð heimili Fasteignum Akureyrarbæjar á árinu 2004 kaup á húsnæði fyrir slökkvibifreið og annan búnað SA í Hrísey svo og að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á húsnæðinu. Áætlaður heildarkostnaður er 2 milljónir króna.


4 Önnur mál
Rætt um götugögn í Miðbænum.
Fundi slitið.