Framkvæmdaráð

5193. fundur 20. ágúst 2004
Framkvæmdaráð - Fundargerð
88. fundur
20.08.2004 kl. 08:15 - 09:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Kaupvangsstræti milli Skipagötu og Hafnarstrætis - útboð
2004070039
Fimmtudaginn 5. ágúst 2004 voru opnuð tilboð í verkið ,,Kaupvangsstræti milli Skipagötu og Hafnarstrætis".
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin:
                                                                   %
G. Hjálmarsson hf.              kr. 14.752.400    140,5
Finnur ehf.                          kr. 12.491.500    119,0
Kostnaðaráætlun hönnuða    kr. 10.500.000    100,0
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Finn ehf.


2 Tjaldsvæði við Þórunnarstræti - kvartanir
2004080011
Lagður fram undirskriftalisti dags. 3. ágúst 2004 frá íbúum í nágrenni við tjaldsvæðið við Þórunnarstræti á Akureyri. Bæjarstjórn vísaði erindinu til framkvæmdaráðs á fundi sínum þann
10. ágúst sl.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að skoða möguleika á bættri stýringu gesta inn á svæðið og bættri umgengni.


3 Breytt þjónusta sorphirðu Akureyrarbæjar við opinber fyrirtæki og stofnanir
2004080043
Fram var lögð eftirfarandi tillaga ásamt greinargerð frá deildarstjóra framkvæmdadeildar dags.
18. ágúst sl. "Lagt er til að sorphirða Akureyrarbæjar hætti þjónustu við stofnanir og opinber fyrirtæki í bænum og vísi viðskiptavinum sínum þess í stað til sorphirðufyrirtækja á almennum markaði. Breytingarnar taki gildi frá og með 1. janúar 2005." Í greinargerðinni er m.a. vísað til reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003 en samkvæmt henni er sveitarstjórn eingöngu ábyrg fyrir tæmingu sorpíláta og flutningi heimilisúrgangs frá öllum heimilum. Rekstraraðilar skulu sjálfir sjá um flutning og bera allan kostnað af meðhöndlun úrgangs sem fellur til hjá þeim. Þá er bent á að sorphirða Akureyrarbæjar safni eingöngu blönduðum heimilisúrgangi. Sorphirðufyrirtæki geti hinsvegar safnað mismunandi flokkum úrgangs og því sé líklegt að ákvörðun um ofangreinda breytingu leiði til aukinnar flokkunar úrgangs.
Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarráðs og gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.


4 Umferðarmál í Bjarkarstíg
2000110091
Rætt um hálkuvarnir í Bjarkarstíg og aðgerðir til úrbóta.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.