Framkvæmdaráð

5102. fundur 18. júní 2004
87. fundur
18.06.2004 kl. 08:15 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 SVA endurskoðun rekstrar
2002100002
Greinargerð vinnuhóps um endurskoðun rekstrar SVA "Allir með strætó". Sviðsstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu vinnuhópsins. Stefán Baldursson forstöðumaður SVA og Guðmundur Sigvaldason verkefnastjóri mættu á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð gerir stefnumarkandi tillögur í greinargerð vinnuhópsins að sínum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.


2 Umsóknir um sumarstörf 2004
2003070033
Fjöldi umsókna í unglingavinnu, sumarvinnu skólafólks 16 ára og sumarvinnu fatlaðs skólafólks. Tryggvi Marinósson forstöðumaður framkvæmdamiðstöðvar gerði grein fyrir fjölda umsókna.
Miðað við fjölda umsókna og fyrirliggjandi ákvarðanir bæjarstjórnar um launagreiðslur og vinnumagn sumarvinnu 2004, er þörf á aukafjárveitingu að upphæð 11.9 milljónir króna. Framkvæmdaráð vísar beiðni um aukafjárveitingu til bæjarráðs.


3 Bifreiðastæði norðan Aðalstrætis 3
2004060065
Lögð fram tillaga og greinargerð L-listans dags. 4. júní 2004 um bílastæði norðan verslunarinnar Brynju.
Framkvæmdaráð samþykkir gerð tíu bifreiðastæða á lóðinni Aðalstræti 1. Kostnaður við framkvæmdir er áætlaður kr. 1.3 milljónir og fjármagnast af Bifreiðastæðasjóði. Framkvæmdinni verði flýtt eftir föngum.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið.