Framkvæmdaráð

5076. fundur 04. júní 2004
 
86. fundur
04.06.2004 kl. 08:15 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

 


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Ármann Jóhannesson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari

 


1 Sjafnarnes - útboð
2004050052
Fimmtudaginn 3. júní 2004 voru opnuð tilboð í verkið "Sjafnarnes 1. áfangi - gatnagerð og lagnir".
Eftirfarandi tilboð bárust og hafa þau verið yfirfarin.
                                                           %
G. Hjálmarsson hf.     kr. 14.526.500      90,2
G.V. Gröfur ehf.         kr. 12.012.300      74,6
Kostnaðaráætlun        kr. 16.100.000    100,0
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda G.V. Gröfur ehf.


2 Leikvöllur í Hafnarstræti
2004050093
Sigurbjörg Pálsdóttir kom til viðtals í viðtalstíma bæjarfulltrúa 24. maí 2004 og afhenti undirskriftarlista tæplega 200 Akureyringa með áskorun um lagfæringu á leikvellinum í Hafnarstræti. Hugmyndir eru um að fá á svæðið körfu, sparkvöll, ramp fyrir hjólabretti, góð tæki (tækjum er þokkalega viðhaldið núna) og bekki. Völlurinn er vinsæll áningarstaður t.d. fyrir nemendur Brekkuskóla.
Kostnaðaráætlun um endurbætur vallarins hefur verið unnin og verður ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar 2005-2007 hvenær ráðist verður í framkvæmdir.


3 Slökkvilið
2004060038
Slökkviliðsstjóri Erling Þ. Júlínusson mætti á fundinn og fór yfir starfsemi slökkviliðsins.

 

Fundi slitið.