Framkvæmdaráð

5022. fundur 21. maí 2004
85. fundur
21.05.2004 kl. 08:15 - 09:18
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Ármann Jóhannesson
Guðmundur Guðlaugsson
Herborg Sigfúsdóttir fundarritari


1 Útboð á slökkvibifreið
2004030146
Slökkviliðsstjóri mætti til fundar og gerði grein fyrir niðurstöðu útboðs á slökkvibifreið, en alls bárust 27 tilboð, aðal- og frávikstilboð. Skv. framlagðri greinargerð slökkkviliðsstjóra dags. 17. maí 2004, er lagt til að gengið verði til samninga við M.T. bíla Ólafsfirði á grundvelli tilboðs þeirra númer 9 skv. yfirliti.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við M.T. bíla Ólafsfirði á grundvelli tilboðs þeirra númer 9. Tilboðsverð kr. 22.979.536 án vsk.


2 Blómsturvellir - vegtenging
2004040079
Erindi dags. 20. apríl 2004 frá Hestamannafélaginu Létti með tillögu að vegtengingu í landi Blómsturvalla samkv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti.
Framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að semja við bréfritara. Ekki er gert ráð fyrir að samþykkt þessi hafi í för með sér kostnað fyrir Akureyrarbæ.


3 Rekstrarniðurstöður 10. maí 2004
2003070033
Kynntar voru rekstrarniðurstöður 10. maí 2004.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.